Rörsýn landsbyggðarþingmanna bitnar á almenningi í dreifðustu byggðum landsins

  • Hvað kostar það, að ljúka við rafvæðingu landsins?

Það er mitt mat, að það sé fyrst og fremst rafmagnsleysið sem er í dreifðum byggðum sem hefur hamlað atvinnuþróun í þessum byggðum á Íslandi, en einnig skortur á netsambandi.

ríkisstjórn Sigurðar Inga

Þá á ég við að þriggja fasa rafmagn sem er óvíða í dreifðustu byggðunum verði allstaðar staðalbúnaður og m.a. í dreifbýli landsins.

Ég hef aldrei skilið hvers vegna landsbyggðarþingmenn líta ævinlega framhjá þessum nauðþurftum svo hægt verði að gefa fólki á þessum svæðum eigin tækifæri til atvinnuuppbyggingar.

Í dreifbýlinu er nægt og ónotað landrými og oft ónotuð hús sem má hæglega laga fyrir lítið fé og láta fá nýtt uppbyggingar hlutverk.

Ástæðan fyrir þessu brölti mínu enn einu sinni, en ég hef oft og mörgum sinnum rætt þetta mál en er farinn að lýjast. En mér barst þetta afrit af bréfi:

,,Hér er mikilvægt ákall.

Svavar Pétur Eysteinsson

Undirritaður, matvælaframleiðandi, hönnuður og tónlistarmaður, á Karlsstöðum í Berufirði, óska hér með eftir upplýsingum frá ráðherra fjarskiptamála, ráðherra atvinnumála, þingmönnum og öðrum embættismönnum er málið varðar.

Hvaða áætlun er í gangi varðandi þriggja fasa rafmagn í dreifbýli á Austurlandi?

Hér erum við að reyna að byggja upp matvælaframleiðslu á einfasa rafmagni og höfum rekið okkur illilega á að það er gjörsamlega ómögulegt.

Öll tæki í matvælaframleiðslu (og öðrum iðnaði) krefjast þriggja fasa rafmagns. Slíkt var innleitt í þéttbýli og sumstaðar í dreifbýli fyrir mörgum áratugum en hefur ekki enn sést í dreifbýli á Austurlandi (og víða annarstaðar) þar sem rafmagn er einfasa. Þetta veldur því að ómögulegt er að byggja hér upp annan iðnað en sauðfjár-búskap.

Jafnframt vil ég vekja athygli á því að í dreifbýli á Austurlandi er annaðhvort mjög stopult 3G internetsamband eða ekkert internetsamband.

Hér er hvorki ADSL né ljósleiðari. 3G tæknin er þegar úreld og það er engin leið að byggja nútíma atvinnu á þeirri tækni.

Hvaða áætlun er í gangi með lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Austurlandi?

Mér þætti vænt um að sjá skýra framtíðarsýn og áætlun í þessum málum. Þessi mál geta ekki beðið. Ef ráðafólki er alvara að vilja nýsköpun, fólksfjölgun og fjölbreytta atvinnu í dreifbýli þá verður að kippa þessu í lag STRAX!

Virðingarfyllst
Svavar Pétur Eysteinsson
svavar@havari.is"

Kristbjörn Árnason:
Það er sama sagan vestur í dölum og væntanlega í flestum sveitum landsins. Nokkuð sem kemur i veg fyrir fjölmörg atvinnutækifæri í dreifðum byggðum landsins. Þetta er reyndar alveg furðuleg staðreynd.

Smá iðnaður er besta tegund atvinnusköpunar til uppbyggingar á atvinnulífi. Er hentar vel með öðrum tegundum starfa. Öll tæki og eða vélar nota 3-fasa rafmagn, auk þess sem það er ódýrara í notkun.

Einar Ólafsson: ,,Kannski hefði verið sniðugt að koma raflögnunum út í byggðirnar í lag áður en ráðist var í risavirkjanir fyrir álver!"

Kristbjörn Árnason: Smáiðnaður er reyndar mjög fjármagnsléttur og skapar mörg störf. Slíkur iðnaður er venjulegast einkarekinn og byggist algjörlega á skapandi hugsun þeirra sem hann reka, þekkingu og færni. Hann er einnig umhverfisvænn og stuðlar endurnýtingu efna.

Auk þess sem smá iðnaður skilar margfalt meiri arði miðað við fjárfestingu en stóriðjufyrirtæki geta nokkurntíma gert.

Í mörgum ríkjum þar sem lífskjör eru best er rekstur smáiðnfyrirtækja gjarnan grunnurinn í allri atvinnuuppbyggingunni. Nægir að nefna Þýskaland sem dæmi um slíkt.

En það getur verið mikilvægt svo svona starfsemi blómstri út fyrir heimaslóð, njóti þess þá, að í kring starfi samvinnufélög sem taka að sér sölu og dreifingu á landsvísu.

En almennt byrja öll svona fyrirtæki á heimaslóð en ef framleiðslan er vönduð og góð getur hún átt erindi á nýjar slóðir einnig, en ekki að öðrum kosti. Margar iðngreinar svona rétt eins og mín gamla grein eru landsbyggðargreinar.

En slík félög samvinnufélög verða auðvitað að hafa mjög fast aðhald svo ekki fari eins fyrir þeim og manni finnst hafa gerst með landbúnaðinn, sem er í raun smáiðnaður einni en miklu fjármagnsfrekari. En annar smáiðnaður getur ágætlega þrifist á jörðum við hlið landbúnaðar.

Það er nefnilega hægt að eyðileggja alla góða hluti. 

 
Kristbjörn Árnason Það er umhugsunarvert, að síðustu tölur um hvað hvert starf í stóriðju kostar ríkissjóð hafa ekki legið á borðinu lengi.

Þegar virkjað var síðast sunnan fjalla vegna hugmynda Ríó Tintó um stækkun. Var virkjunarkostnaður á hvert þessara 12 starfa sem áttu að bætast við í álverinu um 2 miljarðar. M.ö.o. beinn fyrirfram greiddur kostnaður samfélagsins.

Síðan hefur komið í ljós, að stóriðjufyrirtækin skila ríkissjóði engum skattatekjum og aldrei þeim kostnaði sem lagður var út í byrjun.

En í smá iðnaði er enginn útlagður kostnaður frá samfélaginu og auk þess sem sklík starfsemi skili samfélaginum all nokkrum tekjum. Heldur engar óafturkræfar umhverfisskemmdir eða aðrar skemmdir.

Svo nefnd lista starfsemi er í raun allt smáiðnaður í eðli sínu. Ég biðst afsökunar á því að hafa sagt eitthvað sem er algjörlega bannað.

Það breytir engu hvað ég segi í þessum efnum. Engu að síður er það staðreynd. M.ö.o. allt handverk, sumt gott og annað lakara. Kanski er eitthvað af því list.
 
Mynd frá Kristbjörn Árnason

mbl.is Samningarnir fyrir þingið í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband