Það yrði gjörsamlega óeðlileg stjórnarseta

  • Ef framkvæmdastjóri öflugustu hagsmunasamtaka landsins væri

    stjórnarmaður í stjórn Landsbankans sem er að mestu í eigu þjóðarinnar
    *

  • Slíkur gjörningur bæri vott um hreina spillingu sem átti að vera búið að útrýma.

Ríkisstjórn Geirs Haarde þjóðnýtti á sínum tíma þrotabú Landsbankans hf, til að gæta hagsmunar útgerðarinnar og væntanlega þjóðarinnar að mati ríkisstjórnarinnar. Til að erlendir lánadrottnar bankans kæmust ekki yfir eignir útgerðanna og þar með í landhelgina.

útgerðin

Þetta eru gjörsamlega úreltir stjórnarhættir sem tíðkuðust vissulega fyrir hrun.

Ef settist þarna yrði það eins og blaut tuska framan í andlit almennings sem haldið hefur bankanum á floti með skattagreiðslum og hækkuðum þjónustugjöldum auk mjög hárra vaxta.

Það er bráðnauðsynlegt að hagsmuna aðilar í atvinnulífinu eigi ekki fulltrúa í bankastjórnum banka sem er nánast allur í eigu þjóðarinnar.

Það er mikilvægt að fundnir verði faglegir stjórnarmenn án allra slíkra tengsla við hagsmunasamtök og atvinnulífið. 


mbl.is Kolbeinn Árnason í stjórn LBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband