Færsluflokkur: Evrópumál

Ein af alvarlegustu skugghliðum EES samningsins

 

  • Sem einnig væri það með veru Íslands í ESB

 

Íslenskir launamenn hafa ekki góða reynslu af starfsmannaleigum í Evrópu sem oftast hafa á sínum snærum verkafólk frá fátækustu löndum Evrópu og alvarlegur grunur er um að þessari starfsemi fylgi mansal á fólki frá löndum þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

Þótt starfskjör íslenskra launamanna hafi skerst alvarlega síðustu mánuðina fyrir hrun og síðan hrikalega við hrunið, eru kjör þessa fólks sem kemur með þessum starfsmannleigum mörgum sinnum lakari. Þeir hafa ekki einu sinni í sínum fórum vegbréf þegar þeir eru hér að störfum og laun þeirra eru greidd í heimalandi þeirra.

Margar starfsmannaleigur  sem eru með heimilisfesti innan ESB eru jafnvel dótturfyrirtæki annarra slíkra þrælafyrirtækja sem eru með starfsmenn frá Asíu ríkjum eins og Kína.

Íslenskum stéttarfélög hafa ekki haft möguleika á því að tryggja það, að þetta fólk starfi eftir íslenskum kjarasamningum. Þetta mun því hafa þau áhrif að laun íslendinga fari lækkandi.

Þótt starfsemi þessara leigufyrirtækja hefðu verið bundin við Kárahnjúkavirkjun eingöngu og síðar við aðrar virkjunarframkvæmdir er ekkert sem segir að þessir aðilar geti ekki lagt öðrum og þá íslenskum fyrirtækjum til mannskap til starfa.

Þetta á bæði við um stóriðjufyrirtæki í erlendri eigu og raunar einnig í útgerð og fiskvinnslu og hverskonar annarri starfsemi. Það má alveg búast við því að hreyfing launafólks verði andstöðu við tilveru Íslands í EES og eða í ESB. Þetta brýtur niður  stöðu íslenskrar verkalýðshreyfingu.


mbl.is Íslandi gert að breyta reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband