Getur leiga á sumarbústað verið heimagisting?

  • Sumarbústaður er ekki heimili og er ekki skráð sem slíkt og engin er með skráð lögheimili í slíku húsi.

sumarhús

Sumarbústaður ber einnig lægri fasteignagjöld en íbúðarhús og fær minni þjónustu af sveitarfélögum en íbúðarhús.

Það er einnig fullkomlega eðlilegt að leiga af slíkum húsum beri einhverja skatta til sveitarfélagsins þar bústaðurinn er staðsettur.

Þetta er hreinn atvinnurekstur og erlendir ferðamenn greiða gríðarlega háa leigu fyrir slík hús. Slíkur rekstur skilar engu til sveitarfélagsins þar sem húsin eru og ýmis kostnaður fellur á íbúa í slíku sveitarfélagi. 


mbl.is Deila um hækkun gjalda á sumarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Hvernig er þetta hjá félögum og öðrum stofnunum sem eiga sumarbústaði, heilsárshús og íbúðir. Eru þessar aðilar að greiða þessa auka álagningu "fasteignaskatt atvinnuhúsnæðis" á þessar eignir líka?

Þórarinn Guðmundsson, 5.7.2017 kl. 18:53

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sumarhús geta ekki talist vera heimili fólks sem á lögheimili annarstaðar. Sumarhús bera lág fasteignagjöld. Ef sumarhús eru í stöðugri útlegu fjórðung úr hverju ári er það orðið atvinnuhúsnæði.

Kristbjörn Árnason, 6.7.2017 kl. 00:02

3 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Geri þá ráð fyrir því ef maður er með fyrirtæki að hægt sé að skrá þar ef sumarbústaður/húsið/íbúðin er orðið atvinnuhúsnæði?! Þannig að núna er hægt á mjög auðveldan hátt breyta sumar(bústað)eða íbúð í atvinnuhúsnæði. 

Þórarinn Guðmundsson, 6.7.2017 kl. 11:05

4 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Sumarhús borga sömu fasteignagjöld og íbúðarhús í Grímesnesi og Grafningi. "Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og frístundahúsnæði ásamt lóðarréttindum. " 

Reynar er lægra sorpeyðingargjald fyrir sumarhús en, það eru bara safngámar fyrir Frístundahús.

Frístundahús kr.   14.811

Íbúðarhús  kr.   20.192

Miðað við þá auka þjónustu sem íbúðarhúsnæði fær, þá tel ég að Frístundahús borgi mun hærri fasteignaskatt.

En ef frístunarhús er orðið að atvinnuhúsnæði, þá geri ég fastlega ráð fyrir því að þetta nýja "atvinnuhúsnæði" geti fengið Grátunna/Blátunna fyrir sorp ef greitt er líka sorphirðugjald.

Þórarinn Guðmundsson, 6.7.2017 kl. 11:32

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Eg hef ekki fylgst með fasteignagjöldum á sumarhúsum í mörg ár, þ.e.a.s. eftir að ég hætti að eiga slíkt hús. En það er auðvitað eðlilegt að greidd séu lægri fasteignagjöld af slíkum húsum sem njóta miklu minni þjónustu en íbúðarhús, ef svo er. Fasteignagjöld eru þjónustugjöld.

Kristbjörn Árnason, 6.7.2017 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband