Færsluflokkur: Samgöngur

Nauðsynlegt er að virða reglur í umferðinni

 

  • Ég hef tekið eftir því undanfarin þrjú ár sérstaklega hvað við Reykvíkingar eigum marga sjálfskipaða stjórnendur í umferðinni.
    .
  • Margir nýir bílar eru ekki með stefnuljósum. Hafiði ekki tekið eftir því?

 Rosalega er hann klár og flinkur gæi

Líklega er það vegna þess að ég nýt þess heiðurs að vera eftirlaunakarl sem reynir að aka ekki mikið yfir hraðatakmörkunum enda orðinn svifa seinni en ég var áður fyrr.

Þá er ég auðvitað akandi á nýlegum bílum og hef lítil efni á því að skipta um bíl, því eftirlaunin eru ansi lág.

Sérstaklega eru það blessaðir atvinnubílstjórarnir sem eru hjálplegir. Þeir reyna iðulega að krefjast þess að ég aki hraðar með því að aka alveg upp að bílnum hjá mér. Er alveg sama þótt ég aki á leyfilegum hámarkshraða.  

Þeir krefjast þess iðurlega með miklum tilburðum að ég víki með því að aka út af akgreininni eða skipti um akgrein. Oftar en ekki sér maður síðan að þessi karlar eru með síma í annari hendi og aðra hönd á stýri eins og Bjössi mjólkur-bílstjóri forðum.  En hann var nú að þreifa fyrir sér í einhverju sem skipti máli.

Hvað á að gera við þessa geldinga?


mbl.is Þrír af tíu gefa ekki stefnuljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja láta bera sig í gullstól

 

  • Reykjavíkurflugvöllur verður að víkja frá þessum stað

 

Þá væri ný staðsetning á Hólmsheiði fyrir flugvöll heldur ekki  ásættanleg sem er þegar vaxandi útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga.  Ekkert annað sveitarfélag myndi láta bjóða sér annan eins yfirgang og Reykvíkingar hafa mátt þola af ákveðnum hagsmunaaðilum sem nota þennan flugvöll.

 

Persónulega þekki ég þennan átroðning vegna fyrri búsetu minnar undir fluglínum þessa flugvallar sem er óþolandi með öllu. Bæði af því að hafa átt heima í Þingholtunum og síðan á Kárnesi.

Ég er algjörlega sammála bókun Gísli Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði, er létu þá bóka að flugvöllurinn í Vatnsmýri uppfyllti ekki tilmæli Alþjóða flugmálastofnunarinnar um öryggismál.

Gildi það til dæmis um öryggissvæði við flugbrautarenda, öryggissvæði frá miðlínu og um aðflugsljós og hindrunarfleti. „Þetta hafa flugmálayfirvöld verið treg til að viðurkenna.“

Þá segja þau að borgaryfirvöld eigi að hafna kröfum um fellingu elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð og uppsetningu lendingarljósa á Ægisíðu. „Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar flugvallayfirvöld reyndu að fá þau í gegn.

Ef athugasemdir Önnu Ingólfsdóttur   við bloggfærslu Óðins Þórinssonar B-757 á Reykjarvíkurflugvelli

eru réttar að þá eru þetta um 100 manns á dag sem nýta sér flug til Reykjavíkurflugvallar til að sinna erindum í Reykjavík sérstaklega vestan við Reykjanesbraut.  

Anna Ingólfsdóttir, 14.4.2013 kl. 16:33 

Að fórna framtíðar byggingarsvæði Borgarinnar sérstalega fyrir 200 hundruð farþega daglega fram og aftur á flugvellinum er bara einum of mikið af því góða. Þessir farþegar verða bara að sætta sig við þótt þeir þurfi að lenda aðeins fjær miðborginni.


mbl.is Flugvöllurinn of frekur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber starfsmaður

Það sem vekur athygli auðvitað, að svo virðist sem Margrét Thatcher einn þekktasti boðberi frjálshyggjunar hafi alla ævi lifað á opinberri framfærslu. 

Annað hvort sem oinber starfsmaður og eða sem einstaklingur á opinberum eftirlaunum og mun nú fá rándýra útför á kostnað breska ríkisins.

Þetta virðist einnig vera hlutskipti sterkustu boðbera frjálshyggjunnar á Íslandi.

Þetta fólk er e.t.v. ekki gjaldgengt á opnum vinnumarkaði, ekki veit ég um það. 


mbl.is Reisa safn til heiðurs Thatcher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband