Utanríkisstefna Íslands er eins og rótlaust þangið

Eru íslendingar bara oftaníossar Trump?

  • Það vekur auðvitað athygli og furðu að Ísland styður ekki laga­lega bind­andi alþjóðasamn­ing um bann við kjarn­orku­vopn­um.

herþyrla 1

Í árs­lok 2016 greiddi Ísland at­kvæði gegn því að hefja skuli und­ir­bún­ing og gerð á samn­ingn­um, sem nú hef­ur litið dags­ins ljós.

  • Á vefn­um seg­ir að Ísland haldi fram að banda­rísk kjarna­vopn séu nauðsyn­leg fyr­ir ör­yggi lands­ins.

Ég veit ekki til þess, að fram hafi farið umræða um þessa stefnu Íslands í kjarnorkuvopnamálum í þingsal Alþingis.

Það væri a.m.k. mikilvægt að fram færi könnun á því hvort þessi stefna njóti meirihluta stuðning á Alþingi. Einnig væri mikilvægt að fram kæmi hverjir það eru sem styðja þessa stefnu og hverjir eru á móti.

Það væri ótrúlegt ef þessi stefna njóti stuðnings þjóðarinnar.

122 ríki samþykktu sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum í gær á sérstakri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn getur leitt til lagalega bindandi alþjóðasamnings…
MBL.IS
 

mbl.is Samningur um bann við kjarnavopnum samþykktur hjá SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband