Færsluflokkur: Trúmál

Merkileg rannsóknarniðurstaða

Í lítilli frétt á innsíðum Frettablaðsins nú um helgina segir: „Samfélagsgerðin í Noregi fellur miklu betur að gildum íslamstrúar heldur en samfélagsgerðin í Sádi-Arabíu og Íran“.

  

  • Ef það má álykta, að þá nota stjórnvöld í þessum löndum sem nefnd eru múslimaríki trúarbrögð fólksins til að kúga fólk til hlýðni við hagsmuni yfirstéttarinnar líkt og tíðkast hefur í fjölmörgum „kristnum“ löndum. Þ.á.m. á Íslandi á fyrri tímum.
  • Þar sem lýðræði blómkast sem mest og mesta frjálsræðið og mesta trúfrelsið ríkir þrífst íslamstrú best.

 Kirkja hinna bersyndugu

Þetta er mat nokkurra af helstu íslamfræðingum heims sem borið hafa saman 208 lönd. Noregur er sjötta efsta landið á listanum en Sádi-Arabía í 131. sæti. Íran og Írak eru ekki langt fyrir neðan á listanum, að því er greint er frá á fréttavef norska ríkisútvarpsins.

Íraninn Hossein Askari, sem er prófessor við George Washington-háskólann í Bandaríkjunum, segir að grunngildi íslam snúist ekki um sjaríalögin eða trúarríki. 

Hann og aðrir íslamfræðingar lásu Kóraninn og rit múslíma til þess að rannsaka íslömsk gildi. Þeir komust fljótt að því að fæst ríki múslíma hafa lagað samfélög sín að gildum íslam.

„Leiðtogar eiga að fylgja sömu lögum og borgararnir. Samfélagið á að byggja á efnahagslegu og pólítísku frelsi. Það á að vera skipulagt þannig að það stuðli að hagvexti. Spilling er ekki í samræmi við gildi íslam.

Allir íbúar eiga að njóta góðs af auði samfélagsins og vera jafnir. Kúgun er stranglega bönnuð samkvæmt Kóraninum. Askari segir ljóst að flestum íslömskum ríkjum sé ekki stjórnað í samræmi við íslömsk gildi“.

 

  • Almennt ólæsi og annar menntunarskortur almennings er helsti óvinur almennings.

 

(Heim: Hvítasunnu helgarblað Fréttablaðið 2014.)


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamur samningur

  • Það er fullkomlega eðlilegt að ungt fólk í vinstri flokki telji að ríkja eigi fullkominn aðskilnaður á milli ríkis og þjóðkirkjunnar. A.m.k. að það ríki fullkomið jafnrétti milli trúfélaga gagnvart ríkisvaldinu og þá eftir vægi trúfélaga í íslensku samfélagi. 
Ég hef stoltur verið virkur í starfi þjóðkirjunnar í nær 30 ár og hef ekki látið áberandi persónur í ýmsum trúfélögum hvort sem það er innan þjóðkirkjunnar eða annarstaðar sem hafa gert eitthvað sem er refsilegt eða a.m.k. mjög athugavert og ekki til eftirbreytni eða fyrirmyndar trufla mig í minni trúar sannfæringu. Þá höfða ekki allir trúarsiðir kirkjunnar til mín sem ég þá sleppi. 

Trúfrelsi í mínum huga nær ekki aðeins til einstaklinga t.d. innan þjóðkirkjunnar sem hýsir fólk með aðeins mismunandi trúarskoðanir, sem ég tel fullkomlega eðlilegt enda þjóðkirkja. En einnig skal hún hafa ýmsar skyldur gagnvart öðrum trúfélögum. 

Helsti óvinur kirkjunnar er auðvitað sú tilhneiging hennar til að starfa sem stofnun enda var þjóðkirkjan fyrir örfáum árum ríkiskirkja og henni var stjórnað af landsfeðrum Íslands og þar áður af danska kónginum. 

Áður var ekki trúfrelsi á Íslandi og voru það einmitt pólitískir ráðamenn sem réðu því hvaða trúarbrögð þegnarnir ástunduðu að viðlögðum dauðarefsingum.

Því eru þessar fullyrðingar ritstjóra Fréttablaðsins  vafasamar: 
„Það fyrirkomulag er oft kallað ríkisstyrkur og mismunun, en á sér rætur í meira en þúsund ára sögu, þar sem kirkjan varð stærsti jarðeigandi á Íslandi. Hún hefur þannig sérstöðu sem ekkert annað trúfélag hefur. Greiðslan byggir á samningi ríkis og kirkju um jarðirnar frá 1997.

Það gæti verið kostur fyrir kirkjuna að rifta samkomulaginu og slíta alfarið þessu praktíska samstarfi við ríkisvaldið. Það myndi að minnsta kosti eyða misskilningnum um ríkisstyrkta kirkju. Það myndi hins vegar þýða að kirkjan yrði að fá bætur fyrir jarðirnar, sem gæti orðið dálítill hausverkur að reikna út“.


Til þess að þetta geti staðist í nútímanum verður þá að sanna það, að kirkjan hafi eignast þessar jarðir fullkomlega heiðarlega samkvæmt nútíma skilningi á því hvað telst vera heiðarlegt og eðlilegt. 

Þetta verður aldrei sannað og því er í meira lagi hæpið að þessi samningur frá 1997 standist, þegar hagsmunaaðlar voru að véla um þessi mál. Þegar þessi vélráð voru framin höfðu verðmæti jarða rýrnað mjög og ýmsir sóknarprestar setið þessar jarðir leigulaust og prestar í þéttbýli notið sambærilegra húsnæðis-fríðinda.

Það eina sem er heiðarlegt í þessu máli er, að öll trúfélög á Íslandi njóti verðmæti þessara jarða. Þar sem það var ríkiskirkja sem átti þessar jarðir og þar með öll þjóðin. En öllum íbúum landsins bar að tilheyra ríkiskirkjunni að viðlögðum þyngstu refsingum. 

Því voru jarðirnar í raun í eigu þjóðarinnar.

Eðlilegast væri og heiðarlegast, að öll trúfélög í landinu fái styrki til að hafa presta þjónustu sinni. Þetta yrði að fara eftir fjölda þeirra sem telja sig tilheyra hverjum og einu trúfélagi og eftir getu ríkisins til að styrkja trúarlíf landsmanna. 

Vert er að muna, að sagan er aldrei alveg rétt.

Við sem höfum llifað síðustu 6 árin með fulla rænu, höfum tekið eftir því hvernig hagsmunaðilar eins og stjórnmálaflokkar eru í því að reyna að breyta sögunni. Eitt er víst að að ráðandi öfl verða innan tvegjja áratuga búnir að falsa mjög alvarlega opinberar söguskýringar á aðdraganda hrunsins og á ástæðum fyrir því að það helltist yfir þjóðina.

Við erum öll jöfn fyrir Guði,

  • Hann hefur ekki velþóknun á ákveðinni gerð fólks umfram aðra.
  • Það getur enginn keypt sér fyrir fé velþóknun Drottins.
  • Það getur enginn einn aðili haft einkarétt á því að túlka það sem haft er eftir Jesú og heldur enginn ákveðinn hópur manna.
  • Hvað þá hópur fólks sem hefur ákveðið trúboð að féþúfu og notar boðskap sinn og túlkun til að réttlæta eitt og annað t.d. styrjaldir.
  • Þannig réttlæting á manndrápum.
  • Allir eru jafnir gagnvart Guði hvort sem þeir eru rauðhærðir, ljóshærðir, dökkhærðir og hvort sem menn eru dökkir á hörund eða ljósir.
  • Hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir á veraldlega vísu, hvort þeir eru feitir eða grannir.
  • Menntun og eða skólaganga hefur heldur ekki áhrif stöðu hvers og eins gagnvart Guði.
  • Kynhneigð fólks skiptir heldur engu máli og hvergi minnist Jesú í orðum sínum á að slíkt sé einhver meinbugur.
  • Var þó samkynhneigð algeng á tímum Jesú og í hans heimshluta.
Skipulögð innrás Grahams fyritækisins ásamt því peningaflæði sem henni fylgdi hefur mistekist.
 
Við búum við trúfrelsi á Íslandi og frelsi til túlkunar á boðskap Jesú er gefur okkur frelsi til að hafa mismunandi kirkur í landinu og mismunandi trúarsamfélög kristinnar trúar.

Íslendingar vilja ekki miðstýringu t.d. ríkiskirkju á því hvernig skuli túlka boðskap Jesú, hvað sé rétt og hvað rangt. 

 


mbl.is „Hver einstaklingur er dýrmætur í augum Guðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn bersyndugi biskup

  • —Kirkju hinna bersyndugu, þ.e.a.s. kirkja venjulegs almúga sem ekki flokkast í einhverja yfirstétt fólks sem eitt hefur hina sönnu trú, hina sönnu túlkun og hina einu sönnu breytni í lífinu. Fólk sem telur sig standa nær almættinu en aðrir.

Við þjóðkirkjufólk vitum að „Marteinn Lúther  var  orðsmiður og bjó til ný hugtök, nýja hugsun á breytingatímum, hann óttaðist ekki ritningartextann heldur nálgaðist hann eins og hvern annan texta, sum rit Biblíunnar vildi hann helst fjarlægja úr hinni helgu bók“. (Biblíufél)

Nú eigum við þjóðkirkjumenn nýjan biskup sem svo sannarlega ber með sér í starf sitt og hlutverk , nýja og ferska vinda þar sem hrokinn og yfirdrepshátturinn virðist víðs fjarri.

Í þeim tveim viðtölum sem ég hef skoðað við hana nú um þessa páskahátíð bæði í útvarpi og nú í Fréttablaðinu er áberandi að hún notar málsnið alþýðunnar í máli sínu og ber fram boðskap trúarinnar með sinni alþýðutúlkun sem er algjörlega laust við málskrúð allra fyrri biskupa landsins.

Hún virðist ekki óttast sköpun á nýjum hugtökum og að viðurkenna ásmt því  að setja fram meiningu sína með nýju orðfæri sem almenningur skilur. Rétt eins og Marteinn Lúther lagði svo ríka áherslu á gert væri boðuninni.

Greinilegt er að Agnes Sigurðardóttir setur sig ekki upp á einhvern stall og eða reynir að upphefja sjálfan sig  með nokkrum hætti eins og allir þeir biskupar aðrir hafa reynt að gera um mín æviár. Agnes kemur úr röðum okkar almennings og vill greinilega vera ein af okkur, þessum sauðsvörtu.

Það mættu margir athuga sem telja sig hina eina og sönnu boðbera Biblíunnar, að texti Biblíunnar er aldrei eins, hann er háður skilningi og túlkun nýs tíma, hann er lifandi og býður til samtals, ekki aðeins við nýjar kynslóðir heldur við hvern einstakling og hvern þann rithöfund — og hvern þann listamann — sem nálgast hann í einlægni, en höfundurinn þarf einnig að vera sjálfum sér trúr og síðast en ekki síst lesendum.

Textinn verður að nýjum texta í huga hvers og eins sem tekur við honum og gerir hann að sínum að öðrum kosti er hann dauður bókstafur. Sagan sýnir að texti Biblíunnar er lifandi texti, vefur orða, hugtaka, goðsagna, frásagna og myndmáls. Hann er ekki aðeins orðin ein, heldur þrunginn lífi og innihaldi. Hann býr yfir túlkun og tjáningu sem kemur manninum við á öllum tímum


mbl.is „Vegna þess að lýðurinn hrópaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband