7.7.2017 | 18:54
Nú er kátt í höllinni
- Ég hef heyrt að dansað verði í Valhöll nú í kvöld, einu sinni enn hefur elítan haft sigur á almenningi
* - Enda eru lögin sniðin að hagsmunavörslu þessara aðila. Í dansinum er lögð áhersla á þjóðlegan dans og því mun verða dansaður vikivaki við trumbutakt og langspil.
Nokkrar krónur í skaðabætur skipta íhaldið engu máli enda greitt af skattgreiðendum. Skjólstæðingar íhaldsins greiða almennt lítið hlutfall af launum sínum í skatta. En skaðabætur eru enn óútkljáðar fyrir réttinum.
Í augum elítunnar skiptir mestu máli, að í dómarastétt verði engir sem ekki hafa trausta þræði inn í valdaflokkinn og hafa rétt viðhorf.
Svanur Kristnsson fyrrum prófessor bendir réttilega á þá staðreynd í grein í Sundinni í gær 6. Júlí að valdastéttin á Íslandi reynir að halda um alla þá þræði sem skipta máli þegar um völdin yfir Íslandi er að ræða. Af þeim sökum hefur ekki mátt breyta stjórnarskránni samkvæmt vilja þjóðarinnar.
Núverandi stjórnarskrá gefur valdhöfum kost á því að mismuna þegnunum á ýmsa lund. Stjórnmálaflokkar elítunar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa nánast alltaf setið að völdum í landinu, annað hvort annar þeirra eða iðulegast báðir saman. Þótt þessir flokkar séu ekki saman í ríkisstjórn liggja traustir þræðir milli þeirra og saman standa þeir um ákveðna hagsmuni.
Aðeins einu sinni hafa þeir ekki haft þræðina inn í stjórnarráðin í hendi sér. Það var þegar vinstri stjórnin var við lýði. Ríkisstjórn vinstri flokkanna undir forystu Jóhönnu og Steingríms er gerðu kraftaverk. En þá notuðu þessir flokkar hagsmuna aðila atvinnulífsins.
Eitt af því mikilvægasta í valdatafli þessara flokka er að stjórna atvinnulífinu, efnahagsmálunum ásamt skattamálum þjóðarinnar auk stjórnarráðanna. Einn mikilvægasti þáttur þessa valdastöðu-leika er að ráða því hverjir skipa dómstólanna einkum hæstarétt og nú þennan nýja Landsrétt.
Nú beitti valdsstjórnin Alþingi gammbít, ríkisstjórnin var óánægð með tillögur valnefndar og vísar málinu til Alþingis í nafni ráðherrans og þar var allt pottþétt enda Framsókn í stjórnarandstöðunni. Alþingi hefur æðra vald en ráðherra og þingið fékk valdið og kaus auðvitað að styðja tillögur elítunar.
Í mínum huga er það morgunljóst að Alþingi íslendinga ber alla ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt. Þar sem ráðherrann vísar málinu til Alþingis, en kemur með nýja tillögu um fólk til að skipa dóminn. Þá sem þingmaður.
Hún vísar í raun frá sér þessum kaleik um að velja sjálf og Alþingi og hver þingmaður þar gátu lagt fram sínar tillögur um fólk og um málsmeðferð með sama rétti og ráðherrann.
Ráðherra starfar í umboði Alþingis sem hefur æðra vald en ráðherra. Allir þingmenn hafa jafnan rétt í málstofunni. Breytir þá engu hvort þeir eru ráðherrar eða ekki.
Þetta virkar bara svipað og þegar Alþingi vísar máli til þjóðarinnar eftir að þingið leggur fram tillögur um niðurstöður máls. Alþingi starfar í umboði þjóðarinnar er hefur æðra vald en þingið.
Breytir þá engu þótt niðurstaðan hafi orðið bæði súr og óeðlileg. Var tillaga ráðherrans samþykkt af 31 þingmanni ríkisstjórnarflokkanna gegn 24 atkvæðum VG, pírata og Samfylkingar. Framsóknarmenn sátu hjá, þ.e.a.s., þeir samþykkja niðurstöðu þingsfundar og gengu þar til liðs við ríkisstjórnina.
Þjóðin situr uppi með dómarahóp sem ekki speglar almenning í landinu en er greinilega gæsluaðili valdsins í landinu. Auðvitað ber forsetinn enga ábyrgð á þessu ofbeldi þótt reynt sé að klína því á hann.
Fyrirfram hefur auðvitað verið vélað um málið, stjórnin hefur valið þessa leið algjörlega án nokkurar áhættu. Þ.e.a.s. samið hefur verið um hjásetu Framsóknarflokksins. Ráðherra var háður auðvitað vilja meirihluta Alþingis fyrst valdadaflokkarnir vildu hafa annað val á fólki til að vera dómarar var þetta aðferðin. Valdaflokkarnir eru ýmsu vanir í valdataflinu.
Kröfum Jóhannesar og Ástráðs vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.