Færsluflokkur: Útvarp
6.12.2013 | 12:07
Það er bara þetta með traustið
- Vandinn er bara sá, að erfitt er að treysta þessari hækju Morgunblaðsins sem ég tel MMR vera.
- Einnig vegna þess að álitsgjafar þessa fyrirtækis eru handvaldir af miðlinum sjálfum.
Það er t.a.m. afar erfitt að trúa því að 46,4% íslendinga treysti Morgunblaðinu. En þegar Davíð gerðist ritstjóri á þeim bæ og blaðið varð að grímulausum áróðurssnepli fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stórútgerðina missti blaðið frá sér áskrifendur í þúsundavís.
Þannig að sú niðurstaða er afar ótrúverðug þótt allt annað geti staðist.
RÚV nýtur mests trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útvarp | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2013 | 14:41
Pólitískar aðgerðir? Eða afleiðingar af væntanlegum aðgerðum?
- Menn halda því fram að Páll Magnússon hafi verið með pólitískan mótleik
Það er ótrúlegt að yfirmaður í opinberri stofnun (afsakið í opinberu hlutafélagi) skulu missa með þeim hætti sem gerðist í dag er hann kallaði Helga Seljan ,,Óþverra" og notaði þaðan af verri skítyrði.
Það kemur engum á óvart að strákurinn að austan geti verið aðgangsharður enda ráðinn til starfa við ,,Kastljós" vegna þessara eiginleika sinna.
Páll neyðist til að biðja Helga Seljan afsökunar opinberlega eða segja af sér ella. Það hefur reyndar alltaf gustað um hann sem útvarpsstjóra og eflaust eru þessar uppsagnir erfiðar fyrir hann ofan í aðrar uppsagnir á undanförnum árum.
Hundruð mótmæltu niðurskurði RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útvarp | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)