Færsluflokkur: Enski boltinn

Orð þessa flokks eru marklaus


Afnám verðtryggingar forsenda samstarfs

Sigurður Ingi Jóhannsson, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins ásamt formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sem kjörinn var nýr varaformaður Framsóknarflokksins í dag, segir útilokað að flokkurinn taki þátt í ríkisstjórn nema sú stjórn taki á verðtryggingunni.

„Við leggjum gríðarlega áherslu á að það sé mikilvægt að taka á þessum málum. Við teljum það mikilvægasta mál þjóðarinnar,“ segir hann.

Þannig að Framsóknarflokkurinn mun ekki taka þátt í ríkisstjórn nema það mál verði sett á oddinn? „Já, ég mundi fullyrða það að við leggjum það mikla áherslu á það og ætlum að sýna það mikla staðfestu að á þessu máli verði tekið. Við förum vart í ríkisstjórn og ekki hugsanlegt nema á því verði tekið,“ segir Sigurður Ingi. 

Það er forsenda fyrir ríkisstjórnarþáttöku Framsóknarflokksins að tekið verði á skuldamálum heimilanna. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var endurkjörinn í dag með nærri 98% atkvæða. 


mbl.is Fasteignaverð gæti lækkað um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband