27.10.2016 | 21:37
Breytingar á samgöngum
- Það er það er örugglega vilji til þess hjá öllum framboðum til Alþingis til að breyta og laga samgöngur í landinu
* - Þá dugir auðvitað ekki að horfa bara á einn þátt koma með eitthvað sem á falla vissum hópi kjósenda í vil.
Það hefur komið í ljós í sjónvarpsumræðunum að það kosti jafnvel 50 þúsund, að fara frá Akureyri til Reykjavíkur og til baka.
Þar var fullyrt að þetta væri hreint okur sem stafaði af einokunar aðstöðu ákveðins flugfélags.
Við þessa fullyrðingu vaknar sú spurning hvort ekki er hægt að bjóða út flug til helstu flugvalla á landinu, miðað við Reykjavíkurflugvöll í annan endann.
Útboðið yrði boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Inni í myndinni að skilyrt væri að til boða væru afsláttar kort sem handhafi gæti notað að vild.
Það er auðvitað eðlilegt að skoðaðar væru lestarsamtökur á ákveðnum leiðum þar sem slíkt gæti gengið.
Eitt gríðarlegt vandamál á þjóðvegunum eru stórir flutningabílar sem ekki eru bara mjög hættulegir í umferðinni.
Þá eru þessir stóru bílar algjörir skemmdarvargar á þjóðvegum þjóðarinnar. Það hlýtur að vera hægt að bjóða út þungaflutninga á sjó.
Það gæti verið fullkomlega eðlilegt að samfélagið í heild sinni komi að slíkum samgöngum.
Að flutningabílar yfir ákveðnum öxulþunga greiði þungaskatt, ákveðið á hvert kíló er þeir nýta þjóðvegina milli landshluta.
Lestarkerfi eða niðurgreitt flug? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)