Eins þreps tekjuskattur hækkar skatta á almennu launafólki

Það er vissulega rétt, að skattar á Íslandi á launamönnum eru allt of háir. Einkum þegar tekið er tillit til þess að launamenn greiða síðan sérstakan flatan lífeyrisskatt frá 14,5% og upp í 20,5% af öllum launum sínum.  Þetta fyrirkomulag á eftirlaunakerfi landsmanna er skilgetið afkvæmi frjálshyggjunnar.

En auk þessa hafa margir undanfarna áratugi ekki greitt  eðlilega skatta. Það var staðan þegar fjármagnsskattur var aðeins 10%  og þeir sem lifðu einvörðungu á slíkum tekjum greiddu ekki önnur gjöld. Þetta eru m.a. atvinnurekendur sem ekki heldur greiða í lífeyrissjóði.

Fyrsta og einfaldasta leiðin til að jafna skattagreiðslur er að breyta eftirlaunakerfi landsmanna. 

Að sjá til þess að allir greiði í eftirlaunasjóð (ekki bara launamenn eins og nú er) sem væri í vörslu Tryggingastofnunar. Allir fengju það sama í eftirlaun þ.e.a.s. sömu krónutölu. Þannig má lækka skatta verulega. 

Einnig að allir íbúar landsins greiði einn skatt sem væri þrepaskiptur.  Í þeim skatti væru innifaldir tekjuskattur, skattur af öllum tekjum væri sá sami og útsvar. Fasteignagjöld yrðu afnumin en þess í stað greiddu menn lóðaleigugjöld og gatnagerðargjöld.

Allir greiddu skatt af  brúttólaunum og að atvinnurekendur  yrðu að greiða skatt af eðlilegum viðmiðunartekjum að lágmarki. Þá yrðu þjónustugjöld opinberra stofnanna lækkuð verulega og niðurgreiðsla á lyfjum aukin.

Þetta skattamisrétti heldur uppi sköttum á launafólki


mbl.is Skattkerfið orðið að sérstöku vandamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband