Það eru glötuð ár að baki

  • Já, það eru 18 glötuð ár að baki 

Það er ljóst að þessi glötuðu tækifæri voru einkenni stjórnarfarsins á Íslandi allar götur frá 1995 fram að hruni þar sem pilsfaldakapitalisminn var allsráðandi og gegnsýrði atvinnureksturinn almennt.

Síðustu fjögur árin undir forystu Jóhönnu og Steingríms voru einnig fjölmörg glötuð tækifæri til uppbyggingar vegna þess að þessi ár fóru í að moka flórinn eftir hrunið. Sá mokstur er ekki búinn og framundan er snjóhengjan fræga og uppgjörið vegna Icesave sem ekki er lokið þótt margir haldi að svo sé. 

  • Rétt er þó að geta þess, að vegna þess að atvinnulífið fékk frið og án þess að ríkisvaldið mokaði sífellt undir það. Hefur atvinnulífið tekið mjög miklum framförum og er miklu heilbrigðara nú, en fyrir hrun á tíma pilsfaldakapitalismans.  

Framundan er einnig það mikla verkefni að endurreisa húsnæðiskerfið á Íslandi, einkum þó heilstætt félaglegt húsnæðiskerfi í nýrri mynd. En ríkisstjórn Davíðs Oddssonar lagði niður félagslega húsnæðiskerfið og þá var ekki hugsað um að skila launamönnum til baka 2% sem lágu í tryggingagjaldinu.

Á árum Davíðs voru allar tölur um landsframleiðslu uppblásnar og óraunverulegar þar sem eignir voru ýktar gríðarlega. Í hruninu kom sannleikurinn í ljós og miklar eignir í bókhaldi fyrirtækja hjöðnuðu eins og hverjar aðrar sápukúlur. En ekki nægir að skoða landsframleiðslutölur, það verður að skoða innviði sam-félagsins í þessari mynd.  Ef útsæði hefur einhverntíma verið étið á Íslandi var það á árunum eftir aldamótin og fram að hruni.

Lífskoðun vinstrimanna er mjög mismunandi sem betur fer. Margir þeirra eru í mikilvægum fyrirtækjarekstri  og almennt þeir skilja þeir mjög vel nauðsyn þess að verja heimilin fyrir skakkaföllum og einnig fyrir mikilli ofsköttun heimila launamanna flest valdaár Davíðs Oddssonar.

Það vill svo til að nánast allir vinstrimenn eru þátttakendur í atvinnulífinu með virkum hætti og skilja mjög vel þá samþættingu fjárhagstöðu heimila og velgengni atvinnufyrirtækjanna. En vinstrimenn í atvinnulífinu áttar sig einnig á mikilvægi þess að allirg greiði jafna skatta til samfélagsins. Þeir átta sig á, að ekki gengur að atvinnurekendur og eða fjármagnseigendur er eiga fyrirtækin greiði aðeins þriðjung af sköttum launamanna.

Það gleðilega við framtíðina er að ríkisstjórn Jóhönnu hefur tekist að moka flórinn að mestu og framundan eru mikil tækifæri ef rétt er á haldið. Þetta er mikið afrek sem er viðurkennt um allann heim.

En stefna Sjálfstæðisflokksin sem gengur út á það, að eignalítlar fjölskyldur þar sem aðeins helmingur á og býr í eigið húsnæði greiði niður með auknum sköttum húsnæðisskuldir efnafólks í landinu.  


mbl.is Glötuð ár að baki - tækifærin bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristbjörn. Ég er ekki alltaf sammála þér, en oftar en ekki ert þú með næman fingur á mannúðarpúlsinum. Það eru fjölskyldur þessa lands, sem eru botnsúlur/grunnur samfélagsins, og það má aldrei gleymast í hagfræði-baráttunni fyrir lýðræðið og sjálfstæðið.

Það eru alltaf margar hliðar á teningunum, og áróður frá AGS-EES-ESB-bankaræningja-mafíunni, er ekki til að bæta skilning almennings og ráðamanna. Það er víða róið undir fölskum hálfsannleik, og horft fram hjá raunveruleikanum í heildarmyndinni. 

Maður þarf eiginlega að lagskipta (sundurliðaða) allar staðreyndir, og skaffa óháða fræðslu, um hvernig allt þetta spillta stjórnsýslu-tannhjól í raun virkar.

Og það er ekki gerlegt nema heiðarlegir fjölmiðlar, stjórnsýslukerfið og opinbera skólakerfið sé rekið af heiðarleika gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Og umfram allt án stuðnings bankamafíu-ræningja-toppa heimsins, svo mögulegt sé að koma í veg fyrir kerfis-heilaþvott á börnum og unglingum á mótunar-árunum. Það verður að taka skyldunámið út úr þessu helsjúka stjórnkerfi, til að börnin verði ekki öll svikin af þessu kerfi.

Alþjóða-ofuröflin gjörspilltu vinna markvisst að því að sundra allri samstöðu og heildar-velferð almennings, og hefur það því miður tekist mjög vel á alþingi Íslands, og víðar í Evrópu.

Afleiðingar  þessara sundrungar-aðgerða-kúgunar-verka bankaræningja alheimsins, hafa hins vegar ekki enn komið í ljós.

Nú reynir á sjálfstæða hugsun, magatilfinningu (tilfinningu/innsæi), skoðanir og styrk almennings, því ekki er mögulegt að treysta á áróður frá kúguðum og herteknum ríkisstjórnum, fjölmiðlum, einstaklingum og fyrirtækjum.

EINELTI er hættulegt á öllum vígstöðvum, en ekki bara í skólum!!! Heila-þvotta-kúgunin og eineltið byrjar í skólunum, með samþykki frá skólayfirvöldum og námsgagna-stjórnsýslunni gjörspilltu og peningagráðugu. 

Fyrir valdalausan einstakling er gott ráð sem virkar, og það er að biðja góðu alheimsorkuna um hjálp fyrir sjálfan sig og aðra, og þakka fyrir allt sem maður er þó svo heppin að hafa.

Pólitíska og svikna "trúarbragða"orkan svarta, er rót alls ills í heiminum, og hefur rænt almenning raunverulegri  kærleikstrú og styrk frá alheimsorkunni.

Raunverulegur styrkur og réttlæti kemur ekki frá fölsuðu peninga-kerfi, né spilltum páfagarði. Það vita allir.

Það mun aldrei koma annað en sótsvartur og stórhættulegur reykur úr strompi fölsku jólasveinanna í brennandi páfaspillingunni Róm. Eins gott að fólk átti sig á þeirri staðreynd.

Ég bið almættið algóða og ó-trúarbragða-spillta um að hjálpa öllum heimsbúum, því það er það eina sem ég get gert til að bæta heiminn.

Takk fyrir birtinguna á minni tilfinningu og skilningi á stöðunni. Ég vil öllum vel með mínu röfli.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2013 kl. 14:00

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk fyrir Anna Sigríður

Kristbjörn Árnason, 13.3.2013 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband