13.3.2013 | 14:44
Ósannsögli þingmanna er alvarleg
- Hún er viðverandi vandamál mjög margra þingmanna að segja hálf-sannleika og aðeins það sagt sem þingmanni þykir henta hverju sinni.
- .
- En bera nánast aldrei fram beina lýgi án þess að biðjast afsökunar á því eftirá.
. - Nú er brotið í blað
Slík hagræðing á sannleikanum kemur einnig mjög oft fram í kosningaslagorðum stjórnmálaflokkanna. Þetta má bæði sjá af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks nú fyrir næstu kosningar. Einhverjir aðrir aðilar sem einnig ætla að bjóða fram fyrir kosningarnar. Þetta á t.d. við um niðurfellingar skulda heimilanna í landinu.
Kosningaloforðin í þessum efnum einum munu kosta milli 240 milljarða upp í yfir 400 milljarða. Það er ljóst að slík loforð eru bara bull og vitleysa.
Nú ber nýrra við og verður að teljast vera mjög alvarlegt, jafnvel á mælikvarða málstofunnar á Alþingi þar sem menn kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum.
- Þegar Guðlaugur Þór segir gesti Efnahags- og viðskiptanefndar hafa sagt annað en þeir sögðu. M.ö.o. hann lýgur upp á þessa gesti, af því er virðist.
Þetta verður til þess, að Björn Valur sem ekki er í nefndinni setti sig í samband við nefndarmenn og spurði hvort Guðlaugur Þór hafi verið að segja satt og rétt frá. Það kannaðist enginn við að hafa heyrt þetta, þessar fullyrðingar, á nefndarfundinum.
Þá sagðist hann í kjölfarið hafa sett sig í samband við gesti fundarins, sem voru fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, fjármálaráðuneytinu og ríkisskattstjóra.
Ég lagði fyrir þá spurningu um hvort rétt væri eftir þeim haft. Það er skemmst frá því að segja að enginn staðfesti að þetta væri rétt eftir þeim haft. Þeir hafi ekki haldið þessu fram. [...] Það hefði verið frétt ef ríkisskattstjóri héldi því fram að skattar séu svo háir að það réttlæti undanskot.
Björn spurði því næst hver væri réttur gesta þingsins sem ekki geti varið sig fyrir rógburði og haugalygi þingmanna. Hann hvatt því næst forseta þingsins til að skoða þessi mál sérstaklega.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, kom einnig í ræðustól og tók undir með Birni Val. Hann sagðist sjálfur hafa verið á fundinum og enginn gesta nefndarinnar hafi sagt að skattar séu svo háir að það sé réttlætanlegt að greiða þá ekki. Það er grafalvarlegt að leggja gestum orð í munn sem enginn hefur sagt.
Þá sagði hann það svakaleg skilaboð frá Alþingi að það sé réttlætanlegt að svíkja undan skatti.
Þetta er auðvitað alvarlegur álitshnekkur fyrir Guðlaug Þór, þennan Íslandsmeistara í að þiggja prófkjörsstyrki og vill ekki upplýsa um hverjir styrktu hann.
Skattkerfið orðið að sérstöku vandamáli segir Guðlaugur Þór að gestir Efnahags- og viðskiptanefndar hafi sagt á fundi með nefndinni.
Rógburður og haugalygi þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Athugasemdir
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/13/stendur_vid_thad_sem_hann_sagdi/
Kynntu þér ofangreinda frétt og sérstaklega neðangreind ummæli í bréfi ríkisskattstjóra.
Í okkar máli kom fram að skatthlutföll hefðu hækkað og því væri freisting til undanskota meiri en áður og slíkt væri að jafnaði skýring gjaldenda þegar komist hefði upp um undanskot.
Vandamál þitt er að dæma allt fyrirfram og sérstaklega að trúa á "...!!!!!..." eins og Björn Val Gíslason.
Kristinn Daníelsson, 13.3.2013 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.