Leyniskýrsla Geir Jóns

  •  Það er rétt að minnast á það, að Geir Jón fyrrum yfirlögregluþónn og núverandi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi var oftar en ekki staddur á þessum vettvangi við löggæslustörf

  • Bæði við Alþingihúsið þegar mótmælin stóðu þar yfir og annarsstaðar þar sem fóru fram mótmæli er öll leiddu til þess að ein ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum 

Haft er eftir honum í sjónvarpi að Ríkislögreglustjóri hafi falið honum að gera skýrslu um hegðun þingmanna VG sérstaklega á Alþingi þessa daga þegar fundir voru á Austurvelli og eins þegar fólk þusti af vínbörum miðborgarinnar og var með ólæti við Alþingishúsið sem ekki var skipulagt af Herði Torfasyni.

Spurningin er auðvitað áleitin um hvers vegna voru þá ekki allir alþingismenn hafðir undir eftirliti en ekki bara þingmenn VG. Enginn þingmaður VG hefur gerst brotlegur við íslensk lög svo vitað sé. En aðrir þingmenn sem voru á þingi á þessum tíma og eru jafnvel enn hafa verið dæmdir samkvæmt hegningalögum.

Ekki verður sagt að þingflokkur VG sé fullur af fasistum og eða byltingasinnum. Allir þingmenn sem hefðu orðið vitni af því að þeir væru undir sérstöku eftirliti óeinkennidklæddra manna hefði brugðið  illa við.

Þessi ákvörðun ríkislögreglustjóra sem ég efast um að hann hafi beðið um er auðvitað mjög alvarlegt lögbrot ef hún hefði verið framkvæmd og raunar stjórnarskrárbrot.

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að guðsmaðurinn hafi farið óvart yfir strikið í hita prófkjörsbaráttunnar og ekki farið með allann sannleikann í sjónvarpi þegar hann sagðist vera að skrifa sérstaka skýrslu um atferli þingmanna VG á meðan að fundirnir á Austurvelli stóðu yfir að beiðni  Ríkislögreglustjóra og embætti hans.

Það er 100% öruggt að embættismaðurinn viðurkennir aldrei að hann hafi beðið guðsmanninn um slíka skýrslu um atferli þingmanna bara í einum þingflokki

 


mbl.is Vilja að mótmælaskýrsla verði gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband