Það má lengja þingtíma Alþingis vegna stjórnarskrármálsins

Þetta er auðvitað rétt hjá forsætisráðherra

Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að leggja fram Stjórnarskrármálið í heild sinni.

Eða meinar Jóhanna Sigurðardóttir ekkert með þessum orðum:

„Ég hefði auðvitað viljað að við hefðum getað gengið miklu lengra og náð miklu stærri áfanga á þessu kjörtímabili heldur en í stefnir og að við hefðum getað klárað stjórnarskrána og finnst mér raunar að ekkert sé að vanbúnaði til þess ef að þingmenn tækju sér nú nokkra daga til þess að ræða það ágæta álit sem að hefur komið frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. En það er alveg ljóst að til þess er ekki vilji í stjórnarand-stöðunni,“ sagði Jóhanna og ennfremur.

Það hlýtur að vera einhver andstaða í stjórnarliðinu fyrst ekki má láta reyna á málið. Það er kominn tími til þess að afstaða einstakra þingmanna komi í ljós.

Það yrði síðan kosningamál hvort nýja stjórnarskráin heldur eða ekki.


mbl.is Starfsáætlunin „ekkert heilög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband