- Er nokkuð sem hefur einkennt alla umræðu um uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi síðustu 20 25 árin.
. - Svartsýni bæði stjórnmálamanna og forystumanna í samtökum fólks atvinnurekstri er svo algjör á getu íslensk atvinnulífs er svo yfirþyrmandi að langvarandi og djúpur skaði hefur af hlotist.
. - Skaðinn er þó mestur í höfðinu á ráðmönnum.
Það er mikið rétt, að nú eftir langvarandi bólu hagkerfi þar sem allir hlutir gerðir af ákveðnum aðilum voru útblásnir og sagðir miklu meiri og verðmætari en raunin hefur nokkurn tíma verið. Eftir hrunið féll þessi spilaborg til grunna og stór bólu fyrir-tæki með glæsta árreikninga til margra ára stóðu nú uppi berrössuð og rauneignalaus.
Nú eins og þennan síðasta aldarfjórðung einblína allir þeir sem telja sig hafa vit á þessum málum á erlendar fjárfestingar eins og þær séu einhverjar töfralausnir í íslensku atvinnulífi.
Vandinn er sá, að landinu vantar fyrst og síðast íslenskar fjárfestingar og bjartsýni á það að íslendingar geti verið sæmilegir matvinnungar í eigin landi. Það er vandi sem í sjálfu sér er auðvelt að leysa.
Erlendar fjárfestingar í framleiðslugreinum kosta ríkissjóð gríðarlegar upphæðir í fjárfestingum fyrir hvert starf sem skilar sér tæplega sem eðlilegur arður til baka í ríkissjóð. Heldur telja menn eðlilegt að arðurinn skili sér inn í t.d. ýmis fyrirtæki í mannvirkjagerð eða í allt aðrar áttir.
Það virðist sem þjóðin sætti sig þannig við að arðurinn framleiðslu þessara erlendu fyrirtækja er njóta hér auðæva þjóðarinnar í t.d. niðurgreiddri orku og sóði út íslenska náttúru fari erlendis til þeirra vogunarsjóða sem eiga þessi fyrirtæki.
Það sem skiptir meginmáli er að við íslendingar byggjum upp íslensk framleiðslu-fyrirtæki sem skilar okkur sjálfum arði. Það eitt getur skapað raunverulegar framfarir og varanlegan hagvöxt sem byggir á raunveruleika.
Við sem státum af mikilli og góðri menntun þjóðarinnar sem má auðveldlega gera miklar athugasemdir við, því það er ein sápukúlan enn.
Því um þriðjungur hvers árgangs íslendinga lýkur ekki viðurkenndu námi til einhverra starfa sem kemur niður á uppbyggingu atvinnulífsins er heldur niðri möguleikum íslendinga til að vera vel bjargálna og kaupmætti fólks á Íslandi.
- Getur verið að íslendingar vilji ekki vinna við verkleg störf í framleiðslu?
Halli ríkissjóðs þrefalt meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.