4.4.2013 | 15:42
Tillögur að húsnæðislausnum fyrir hálaunafólk
- Skattaleið Sjálfstæðisflokksins hjálpar ekki láglaunafólki vegna húsnæðislána
. - Ekki heldur 20% leið Framsóknarflokksins
Þetta er einmitt láglaunafólkið, þ.e.a.s. ófaglært fólk sem starfar eftir umsömdum launum verkalýðsfélaganna sem eru í kringum svo nefnd fátækramörk sem á í mestum vanda vegna lítillar greiðslugetu. Þetta fólk skuldar lítið vegna þess að lánamöt bankanna kemur í veg fyrir að þetta fólk fái mikil lán.
Samkvæmt könnun sem Efling stéttarfélag lét gera fyrir skömmu síðan eru nær helmingur félagsmanna búandi í leiguhúsnæði og getur ekki nýtt markaðslegar lausnir í húsnæðismálum. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt af 1998.
En þetta tekjulága fólk sem vinnur oft myrknanna í milli ef það hefur til þess tækifæri myndi þurfa að taka fullan þátt í því að greiða kostnaðinn með hærri sköttum við leiðir sem þessir flokkar kynna til lausnar skuldavanda fólks.
Það er athyglisverð ábending sem Gylfi Arnbjörnsson bendir hér á:
Hann segir að það sé tekjuhærra fólk sem skuldi meira, enda hafi það getað skuldsett sig eftir greiðslugetu. Þess vegna telur Gylfi að 20% lækkun skulda muni ekki lækka greiðsluvandann.
Það er athyglisvert að skoða að hópurinn í skuldavandanum er ekki í vandræðum með að borga af skuldunum sínum. Þess vegna var það mat Seðlabankans að 20% lækkun skulda myndi ekki breyta neinu varðandi greiðsluvandann, því fjármunirnir færu til þeirra sem væru ekki í greiðsluvanda, segir Gylfi
Raunar má segja, að það kemur einnig hálaunafólkinu til góða að leysa húsnæðismál láglaunafólks með félagslegum hætti. Enda er það í stefnuskrám vinstri flokkanna að það verði gert, enda ekki önnur leið fyrir hendi.
Hálaunafólkið í landinu hefur þegar notið félagslegra úræða með ýmsum hætti á meðan það var í námi. Það hefur notið félagslegrar skólagöngu, félagslegra námslána og jafnvel þess einnig að búa í stúdentgörðum. Láglaunafólkið hefur tekið fullan þátt í því að kosta slík úrræði með störfum sínum og skatta-greiðslum.
Þá má einnig benda á þá staðreynd að framhaldskólakerfið hefur brugðist þessu fólki hrapalega þar sem það hefur ekki boðið þessu ófaglærða fólki upp á eðlilegar námsbrautir til að afla sér starfsmenntunar.
Gylfi: 20% leiðin hjálpar ekki tekjulágum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Menntun og skóli, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.