Engin hefur áhuga á láglaunafólkinu

 

  • Þetta er rétt hjá Gylfa Arnbjörnssyni og reyndar hefur áhugann skort hjá ASÍ einnig.
    .
  • Það voru mikil áföll 1998 þegar félagslega íbúðakerfið var aflagt sem kostur fyrir venjulegt láglaunafólk í fullri vinnu sem dregur fram lífið á launum sem eru við fátækramörk.
    .
  • Ákvörðun sem fór að bíta alvarlega 2002 samkvæmt gögnum frá ASÍ.  Síðan hefur þessi samfélagshópur búið við alvarlegan greiðsluvanda.

 

Undanfarin ár hafa stéttarfélög iðnaðarmanna í byggingariðnaði haldið allri umræðu ASÍ um kjarmál í fullkominni gíslingu. Þessi stærstu hagsmunasamtök launamanna á íslandi hélt uppi stanslausri umræðum og kröfum um meiri virkjannaframkvæmda  sem hefði skuldsett þjóðina enn frekar,  er hefði fyrst og fremst lent á taxtafólkinu í landinu að greiða með hækkuðum sköttum. 

Þessi krafa var um að halda uppi markaðslaunum byggingariðnaðarmanna sem voru þá þegar nær helmingi of margir í landinu.

 

En á hagsmunum ófaglærðra láglaunamanna hafði enginn áhuga á. Staðan er sú, að nær helmingur félagsmanna í Eflingu stéttarfélags býr í ótryggu leiguhúsnæði hér á Reykjavíkusvæðinu.

ASÍ hékk algjörlega í afturenda samtaka atvinnurekenda með þessar kröfur. Við íslendingar getum hrósað happi yfir því að ríkisstjórnin lét ekki undan þessum hörðu kröfum og fíkillinn,  íslenska hagkerfið hefði orðið enn sýktara enn það hefur verið undanfarna áratugi.

Síðan við hrunið, var það hálaunað háskólagengið millistéttafólk sem gersamlega yfirtók um ræðuna vegna skellsins sem varð í húsnæðismálum, þeim tókst þetta með stofnun hagsmunasamtaka sem hafði þekkingu og færni til að heltaka stjórnmálaflokkanna í þessari umræðu.

Í marga mánuði hafa síðan öll framboð og verðandi framboð keppst við að útfæra lausnir þessa fólks sem er vissulega í skuldavanda sem það setti sig sjálft í en enginn hefur áhuga á gríðarlegum vanda láglaunafólks. Enda er það háskólagengið fólk sem ræður allri umræðu fjölmiðlanna og ræður einnig allri umræðu stjórnmálaflokkanna og almennt eru ófaglærðir láglaunamenn hvergi  í framboði í líklegum þingsætasætum á framboðslistum.  

Það er rétt sem Gylfi segir, að besta hjálpin við skuldsett heimili láglaunafólks er aukin kaupmáttur. Einnig aukin atvinna í gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum.

Ekkert vantar á dekrið við stúdenta Byggja 95 íbúðir fyrir stúdenta  sem eru félagslegar leiguíbúðir,  en engar félagslegar íbúðir ætlaðar fyrir ófaglært láglaunafólk síðan 1998.  


mbl.is Gylfi: Lágtekjufólk fær enga aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband