Hugmyndir Framsóknarflokks eru ekki nýjar

 

  • A.m.k. þrír aðrir stjórnmálflokkar hafa verið að skoða þessi sömu hugmyndir og þá möguleika sem Framsóknarflokkur hampar framan í fólk sem sínar.
    .
  • Flokkarnir hafa skoðað möguleikanna sem gætu skapast þegar farið verður í það verk, að leyfa kröfuhöfum að eiga viðræður við seðlabankann og íslensk stjórnvöld hvað það muni kosta þessa aðila að ná eigum sínum út úr þrotabúunum.

 

 

Eini munurinn á málflutningi Sigmundar Davíðs og annara flokksformanna er sá að forystumenn stjórnarflokkanna hafa viljað fara varlega í yfirlýsingar og hafa ekki viljað gefa fólki falskar væntingar því þetta er alls ekki jafn gefið og frammaranir halda fram og þess vegna afar óábyrgt að gefa slíkar vonir. Reyndar hefur seðlabankstjórinn fyrir mörgum mánuðum sagt að allt að 70% afföll af eigum kröfuhafanna væru sanngjarnar.

En það var núverandi ríkisstjórn sem bjó til þessa stöðu og „tæki“ sem Sigmundur lýsir að séu svo sterk að geta ekki annað en gefið af sér verulegan pening. 

Það var núverandi ríkisstjórn sem með lögum í mars fyrir ári felldi erlendar eignir þrotabúanna undir gjaldeyrishöftin GEGN vilja Framsóknar sem sat hjá og Sjálfstæðisflokks sem greiddi atkvæði á móti, og skapaði með því þessa sterku samningsstöðu sem samt enginn veit enn hvað fæst útúr stöðunni.

Þá er einnig mismunandi hvernig flokkarnir vilja ráðstafa þessu fé. Framsóknarmenn og raunar sjálfstæðismenn einnig vilja að þeir sem skulda mest eigi að fá mesta leiðréttingu.

Þ.e.a.s. fólk sem er með miklar tekjur og miklar skuldir, en er ekki með sínar skuldir í vanskilum. Fólk sem býr í stórum húsum og er með a.m.k. tvo dýra bíla á fóðrum. Sama hálaunafólkið sem stendur að "Hagsmunasamtökum heimilanna"

En skattahugmyndir Sjálfstæðisflokksins í þessum húsnæðismálum eru venjulegum launamönnum hættulegar sem í raun mundi færa þessi mál í gamlan farveg misréttis í landinu. Sumir munu njóta en venjulegir launamenn bera á herðum sér með auknum skattagreiðslum.

En vinstri flokkarnir vilja skapa nýtt félagslegt húsnæðiskerfi í gjöbreyttri mynd til að bjarga láglaunafólki frá ánauð húsnæðismálanna sem þetta fólk byrjaði að lenda í strax upp úr 2002 eftir að félagslega kerfið var lagt af 1998 og afleiðingar af þeirri ákvörðun fóru að koma í ljós samfara gríðarlega háum launamannasköttum.

Þá vilja þessir stjórnarflokkar einnig koma til móts við það fólk sem keypti sér íbúð síðustu u.þ.b. 4 síðustu árin fyrir hrun á bóluverði með bóluháum lánum.

Framsóknarflokkurinn hefur aðeins sagt hvað hann vill gera, en hann hefur enn ekki sýnt fram á að þetta sé raunverulegur möguleiki í þeirri mynd sem flokkurinn lýsir fjálglega. Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni og forystumenn Framsóknarflokksins leyfa sér að þyrla upp lýðskrumi sem auðvitað þessum mönnum til skammar.

Ljóst er þó, að semja verður um þessi mál vegna hugsanlegra dómsmála og seðlabankinn hefur í marga mánuði verið með ákveðnar þreifingar í samráði með ríkisstjórninni. Síðustu fréttir eru þær að til stendur að ráða viðurkenndan samningamann á alþjóðavísu til verksins.

  • Þá er einnig ljóst og það hefur þjóðin lært, að þetta mál verður í höndum Alþingis en ekki í höndum nýrrar ríkisstjórnar. 
  • .
  • Þetta er of stórt mál fyrir einstaka ríkisstjórn. 

 


mbl.is Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband