Pólitísk afskipti Framsóknaflokks settu Íbúðarlánasjóð á hliðina

  • Með góðri aðstoð Sjálfstæðisflokksins og afskiptaleysi hans
Þessi niðurstaða getur ekki komið á óvart að ef DV segir rétt frá innihaldi skýrslu Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð mun skila skýrslu sinni í byrjun maí. Hvort það er gert til að hlífa þessum tveim flokkum er ekki gott að segja. En þetta hefur s.s. legið í loftinu.

Framsóknarflokkurinn mun þó varla losna undan því að þurfa að svara fyrir þau afglöp sem bent verður á í skýrslunni. Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins, stýrði sjóðnum frá 1999 til 2010 og þá var Árni Magnússon félagsmálaráðherra 2003 til 2006. Er talið að þessir tveir verði helst gagnrýndir í skýrslunni.

Það voru vissulega sérkennileg vinnubrögð þessara manna að nýta sjóðinn til að ryðja upp hundruðum íbúða á Austurlandi sem átti auðvitað að nýtast sem kosningatrix fyrir flokkinn. Nú standa hundruð íbúða óseljanlegar á þessu landsvæði og liggja undir skemmdum. 

Almenningur fær að borga brúsann

mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Samfylkingin tók við þessum málaflokki 2007. Sex ára stýring Samfylkingar lagar allt eða hvað???

Jörundur Þórðarson, 14.4.2013 kl. 00:53

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jörundur, ég er ekki skýrsluhöfundur og fer ekki í vörn fyrir hana. Ekki fer ég heldur í vörn fyrir Samfylkinguna.

En ef Samfylkingin hefur staðið sig illa breytir það eingu um frammstöðu þessara framsóknarmanna áður en Samfylkingin tók við málaflokknum. Ekki urðu forstjóraskipti þegar Sam. tók við.

Kristbjörn Árnason, 14.4.2013 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband