14.4.2013 | 18:52
Vilja láta bera sig í gullstól
- Reykjavíkurflugvöllur verður að víkja frá þessum stað
Þá væri ný staðsetning á Hólmsheiði fyrir flugvöll heldur ekki ásættanleg sem er þegar vaxandi útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga. Ekkert annað sveitarfélag myndi láta bjóða sér annan eins yfirgang og Reykvíkingar hafa mátt þola af ákveðnum hagsmunaaðilum sem nota þennan flugvöll.
Persónulega þekki ég þennan átroðning vegna fyrri búsetu minnar undir fluglínum þessa flugvallar sem er óþolandi með öllu. Bæði af því að hafa átt heima í Þingholtunum og síðan á Kárnesi.
Ég er algjörlega sammála bókun Gísli Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði, er létu þá bóka að flugvöllurinn í Vatnsmýri uppfyllti ekki tilmæli Alþjóða flugmálastofnunarinnar um öryggismál.
Gildi það til dæmis um öryggissvæði við flugbrautarenda, öryggissvæði frá miðlínu og um aðflugsljós og hindrunarfleti. Þetta hafa flugmálayfirvöld verið treg til að viðurkenna.
Þá segja þau að borgaryfirvöld eigi að hafna kröfum um fellingu elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð og uppsetningu lendingarljósa á Ægisíðu. Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar flugvallayfirvöld reyndu að fá þau í gegn.
Ef athugasemdir Önnu Ingólfsdóttur við bloggfærslu Óðins Þórinssonar B-757 á Reykjarvíkurflugvelli
eru réttar að þá eru þetta um 100 manns á dag sem nýta sér flug til Reykjavíkurflugvallar til að sinna erindum í Reykjavík sérstaklega vestan við Reykjanesbraut.
Anna Ingólfsdóttir, 14.4.2013 kl. 16:33
Að fórna framtíðar byggingarsvæði Borgarinnar sérstalega fyrir 200 hundruð farþega daglega fram og aftur á flugvellinum er bara einum of mikið af því góða. Þessir farþegar verða bara að sætta sig við þótt þeir þurfi að lenda aðeins fjær miðborginni.
Flugvöllurinn of frekur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Samgöngur, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
Kristbjörn, það fara um 1000 manns á dag umReykjavíkurflugvöll en mín staðhæfing var að langfæstir þeirra, eða minna en 90 komufarþegar á dag, eiga erindi í miðbæ Reykjavíkur en það er yfirleitt talin meginforsenda þess að hann VERÐi að vera í Vatnsmýrinni. Þessar tölur eru fengnar með einföldum prósentureikningi sem byggður er á tölum í KPMG skýrslunni sem gerð var að beiðni nokkurra sveitarfélaga úti á landi. Þetta er aleg skólabókardæmi um yfirgang þeira sem vilja halda vellinum þarna en líklega er það rétt hjá þér að ekkert annað sveitafélag vill fá þennan ófögnuð yfir sig. Hérna er skýrslan http://www.mbl.is/media/38/5338.pdf
Anna Ingólfsdóttir, 15.4.2013 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.