Allir stjórnmálaflokkar bera hag millistéttanna á örmum sér

  • Allir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á að bæta stöðu fólks sem er í framhalds- og í háskólanámi. Enn skal lagt í að bæta styrkjakerfi þessa þjóðfélagshóps á öllum sviðum.

  • Lítið fer fyrir áhyggjum framboðanna af hag láglaunafólks í landinu sem starfar eftir launaflokkum sem eru með krónutölum við fátækramörk. Bara svo að það komi fram að hæsti launataxti Eflingar er um kr 220 þús fyrir fulla vinnu. 
Enn er staðan sú að framhaldskólakerfið hefur brugðist um þriðjungi fólks í hverjum árgangi allar götur frá 1976. Þetta fólk skrapar gjarnan botninn í lífskjörunum og vinnur myrknanna í milli þegar einhverja vinnu er að hafa til að sjá fyrir börnum sínum.

Þetta er fólkið sem neyðist til þess að vinna yfirvinnu á fjölmörgum óþverrastöðum langt undir umsömdum launatöxtum. Þetta fólk skuldar reyndar lítið í húsnæðislánum og eru gjarnan leiguliðar af því að það fær ekki há lán en samt er það í hrikalegum greiðsluvanda. 
 

Forstöðumenn stofnanna skertu gjarnan starfshlutfall ófaglærðsfólks í kreppubyrjun og hafa enn ekki leiðrétt þann gjörning sinn. Þetta hefur að mestu bitnað á konum og það sem gerist að þær auka hjá sér vinnuhraðan og skila verkunum á skertum vinnutíma.

Þetta er ekki nýtt undir sólunni. Þetta hafa reyndar eigendur fiskvinnslufyrirtækja og annarra iðnfyrirtækja gert í áratugi, hefur verið áberandi í saltfiskvinnslunni og í fataiðnaði. Konur eru gjarnan ráðnar í hálft starf sem þýðir að þær skila miklu meiri afköstum jafnaðarlega en ef þær væru að störfum allann daginn. 

Síðan koma aðrar konur til starfa eftir hádegið og keyra það fólk áfram sem er starfandi fulla vakt og er á þessum tíma búið að skila hálfu dagsverki. Staðan virðist samt að mörgu leiti breyst því nú er það ungafólkið sem er að stíga út á lífsbrautina sem verður að sætta sig við þessa stöðu og strax í upphafi fast í fátækragildru. 

Fólk um fimmtugt sem hefur starfað við þessi lífskjör sem er stritið og lágu launin er þegar farið að missa heilsu og þrek. 

Á meðan langskólagengnafólkið á þá gjarnan eftir 20 ár á vinnumarkaði við góða heilsu og getur síðan notið eftirlauna áranna með allgóða heilsu og þokkalega fjárráð.

mbl.is Launamunur kynjanna 188 þúsund kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kristbjörn, ég tek undir hvert einast orð sem þú hefur skrifað í þessu pistli þínum, takk fyrir að benda á þetta misrétti.

Endalaust er verið að tala um launamismun kynjana og auðvitað eiga bæði konur og karlar að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu ég held að allir séu sammála um það.

En launamunur milli stétta er miklu meiri eins og þú réttilega bendir á í þinum pisli, en það virðist ekki koma stéttarfélögum eins og SFR og öðrum stéttarfélögum láglaunamanna við.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.4.2013 kl. 15:11

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Þú hittir naglann á höfuðið Kristbjörn . Þetta er algjört gervivandamál og til eðlileg skýring á þessum mun . (fyrirtæki í mismunandi greinum ,Karlar oftar stjórnendur  í t.d útgerðarfyrirtækjum sem borga  vel ) Þetta er algjör "ekkifrétt " Verkalýðshreyfingin ætti að setja fókusinn á raunverulegan afkomuvanda verkafólks en að vera að þessu millistéttardekri.

Hörður Halldórsson, 16.4.2013 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband