17.4.2013 | 09:49
Það var alvarlegt hryðjuverk að leggja niður verkamannabústaðakerfið.
- En það það var nauðsynlegt að uppfæra félagslega húsnæðiskerfið
- En ýmsir hagsmunaaðilar voru þá komnir með puttana í spilið
- En leigjendur hafa einnig orðið fyrir forsendubresti, því húsaleiga hefur hækkað gríðarlega við hrunið og eltir kostnað við hækkandi lán á íbúðum
Það var gert skömmu fyrir aldamótin af þáverandi ríkisstjórn og líklega með stuðningi sveitarfélaganna. Peningöflin í landinu sáu ofsjónir því að hafa ekki vald yfir öllum húsnæðislánum í landinu.
Flokkarnir sem þá leiddu ríkisstjórn voru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Þessi ríkisstjórn vildi leggja niður Húsnæðisstofnun er síðar varð að hlutafélaginu Íbúðalánasjóðður.
Stór hluti af tryggingagjaldinu eða sem nam 2% af öllum launum launafólks átti að renna til þess verkefnis að niðurgreiða vexti í félagslega húsnæðiskerfinu og gerði það samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru 1974.
Launamenn skattlögðu sig sjálfa og farið var með þetta fé á sama hátt í gegnum kerfið og farið er með þann hluta tryggingagjaldsins sem rennur í Atvinnuleysis-tryggingasjóð. Þetta fé rann nú til atvinnurekenda óbætt launamönnum.
Það er rétt að framboðin þora nánast ekki að fjalla um nýtt félagslegt húsnæðiskerfi sem er þó forsenda þess að fjölskyldur láglaunafólks geti komist í öruggt húsnæði. Ég veit þó að landsfundur VG í febrúar sl. gerði samþykkt í þessa veru.
Nú eftir hrunið hafa samtök hálaunafólks einokað alla umræðu um húsnæðismál og gert kröfur um að hið opinbera lækki húsnæðislán þessa fólks sem er almennt langskólagengið og er með fjölskyldutekjur vel yfir 1,5 milljónir á mánuði.
Í stjórnmálaflokkunum finnst tæplega lengur fólk sem hefur enga framhaldsskóla-göngu að baki og nánast allir sem komast þar til áhrifa hafa að baki háskólanám og er í svipaðri stöðu launalega og þessi hagsmunahópur heimilanna gerir sig gildandi fyrir. Þessi hópur berst gegn öllum félagslegum lausnum í húsnæðismálum og vilja hafa sem hraðast eignamyndum í húsnæðismálum.
Nánast allir flokkarnir vilja ríkisstyðja hálaunafólk og námsmenn í háskólanámi. Það er nánast aðeins einn flokkur sem vill skoða félagslegar lausnir fyrir almenning en það er VG. En sá vilji flokksins fer ekki hátt því miður. Málið er greinilega ekki í tísku.
- En leigjendur hafa einnig orðið fyrir forsendubresti, því húsaleiga hefur hækkað gríðarlega við hrunið og eltir kostnað við hækkandi lán á íbúðum
- Þetta mál hefur nákvæmlega ekkert með svo nefnda verðtryggingu að gera og vert er að benda á hugmyndir ASÍ sem hafa skoðað félagslega kerfið í Danmörku og annarsstaðar á Norðurlöndum. Þar er engin verðtrygging og í hugmyndum ASÍ er ekki gert ráð fyrir verðtryggingu.
Ekkert í boði sem ég ræð við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
Athugasemdir
Takk Kristbjörn fyrir greinargóða og upplýsandi færslu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2013 kl. 10:32
Ég er algerlega sammála því að það hafi verið hryðjuverk eiginhagsmunaafla að leggja niður félagslega húsnæðiskerfið. Alþýðufjölskyldur hefðu átt að geta treyst á öruggt húsnæði, án þess að þurfa að leggja fram stóra útborgun eða skuldsetja sig fyrir lífstíð.
En sé ekki að háskólamenntaðir beri ábyrgð á því. Peningaöflin og menntafólk er sitt hvað. Fjöldi þeirra sem lagt hafa á sig langt og erfitt nám og lifað við sult og seyru á námsárunum eru að því loknu í láglaunastörfum eða glíma við atvinnuleysi. Þeir sem yfirleitt fá námslán (þ.e. ná tilskyldum einingafjölda á misseri) eiga á hætta að kikna undan afborgunum af námslánum eftir námslok. Ef einhver er svo óheppin(n) að ná ekki þeim einingafjölda sem LÍN krefst, af einhverjum ástæðum, er í skuld við einkabanka og þarf að greiða okurvexti. Ég hef ekki séð eitt einasta framboð sem býður þeim sem sitja uppi með sligandi námsskuldir einhverja úrlausn sinna mála. Það er því algert öfugmæli að halda því fram að menntafólk og alþýðufólk séu andstæðar fylkingar hvað þetta varðar. Það verða ekki allir tannlæknar eða hálaunaðir lögfræðingar að námi loknu. Og jafnvel þeir þéna ekki allir eins mikið og fólk heldur.
Sæmundur G. Halldórsson , 17.4.2013 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.