Loksins er kominn banki sem launamenn geta treyst

Þ.e.a.s. banki sem er í eigu þjóðarinnar og er þá ekki að keppa á venjulegum banka-markaði, banki sem hugsanlega gæti tekið við hlutverki Íbúðalánasjóðs að mestu leiti í einni deild innandyra.

Vissulega er verðmæti banka oftar en ekki uppblásið fyrirbæri og ekki er ólíklegt að það hafi verið í þessu tilfelli en þar sem ríkið hafði yfirtekið skuldbindingar þrotabúsins getur það varla talist vera mjög hættulegt.

Samkvæmt regluverki ESB sem fyrri ríkisstjórnir gerði engar athugasemdir við var í raun full ríkisábyrgð á rekstri allra bankanna gagnvart innistæðueigendum. En efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hlýtur að hafa fulla burði til þess að hafa eftirlit með þessum gjörningi.

Þessu ber að fagna


mbl.is Eðlilegt eftirlit ekki til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Landsbankinn keppir á markaði.

Það breytist ekkert við þetta.

Eina sem breytist er að eignarhald ríkisins fer frá 83% yfir í 98%

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 18:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að rifta ólöglega skuldabréfinu við þrotabú gamla bankans sem er núna óþarft vegna Icesave.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2013 kl. 01:28

3 Smámynd: Sandy

Ég sé þá heldur ekki neitt því til fyrirstöðu að Landsbankinn klári að endurreikna þau ólöglegu gengislán sem hann á enn eftir að reikna út og endurgreiða.

Sandy, 18.4.2013 kl. 05:36

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég sé að fólk er ekki ánægð með að ríkið borgi endalega til sín bankann eins og til hefur staðið eftir að ríkið yfirtók þrotabú bankans. Nú hefur gamla bréfinu verið eytt væntanlega.

Allt var þetta gert til að bjarga blessaðri útgerðinni og fiskveiðiheimildunum. Allt eru þetta ákvarðanir sem ríkisstjórn Geirs Haarde tók.

Enn er þjóðin að greiða Icesave skuldina og er þá greitt samkvæmt Svavarssamningum, því þjóðin hafnaði miklu betri samningum. Þessi greiðsla er langt komin.

Gjaldþrota bankinn er ekki að greiða þetta heldur þrotabúið sem er í eigu íslenska ríkisins sem og ber ábyrgð á skuldum þess.

Sem betur fer eru allar líkur á því að til séu í þrotabúinu nægar eignir til að greiða Icesave-skandalinn.

Við íslendingar getum þakkað báðum gömlu valdaflokkunum Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki fyrir að þjóðin situr uppi með þessa ábyrgð á sínum herðum.

En Þeir bera á þessu stjórnarfarslega ábyrgð.

Kristbjörn Árnason, 18.4.2013 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband