18.4.2013 | 14:09
Nýir tímar í verkalýðshreyfingunni.
- Félagsmenn VR hljóta að fagna því að kominn er nýr formaður hjá félaginu þó einkum konur sem eru í miklum meirihluta í þessu stærsta verkalýðsfélagi landsins.
VR hefur löngum verið undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum og flokkurinn hefur löngum misnotað félagið í pólitískum tilgangi. M.a. klofið ASÍ í mörgum mikilvægum málum og staðið að því að draga úr rótækum samþykktum og þannig sljófgað klær ASÍ.
Ekki veit ég hvort nýi formaðurinn á sér einhverja pólitíska tilveru í einhverjum stjórnmálaflokknum, það myndi í sjálfu sér vera í góðu lagi ef slík aðild formannsins verði ekki til þessa að sá flokkur geti misnotað VR með sama hætti og gert hefur með þetta félag árum saman.
Nú má reikna með því, að fótgönguliðar í gamla valdaflokknum verði virkjaðir enn á ný til að koma að formanni úr Sjálfstæðisflokknum og stjórn með réttar pólitískar áherslur og uppruna.
Ekki má gleyma þeirri staðreynd að pólitískir forystumenn í VR voru bendlaðir við mjög alvarlega spillingu eftir hrunið.
Ólafía tekin við sem formaður VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.