Öll lausaganga hunda í Reykjavík er bönnuð

 

  • Nema í aflokuðum til þess hönnuðum gerðum.

 

Einnig er bannað vera með hunda á fjölmörgum stöðum jafnvel þótt þeir séu í ól. Jafnvel á slíkum stöðum leyfa hundaeigendur sér að vera með bæði smáa og stóra hunda sem margir hverjir eru hættulegir.

 

Jafnvel hefur mátt sjá fólk með hunda í miðborginni innan um hundruð og jafnvel þúsundir borgara á stórhátíðisdögum. En þetta er harðbannað. 

Þá er það oft frekar ógeðslegt að ganga um marga frábæra göngustíga borgarinnar þar sem allt er vaðandi í hundaskít. Undanfarin ár hef ég haft gott útsýni yfir slíkan göngustíg og það er oft ævintýri líkast þegar hundspottin þurfa að gera þarfir sínar. Þá lítur hundahaldarinn gjarnan í kringum sig og upp í glugga húsanna til kanna hvort einhver sér til hans.

Ef svo óheppilega vill til, að það sést til einhvers í glugga tekur  hundagæslumaðurinn upp sinn plastpokka og rótar aðeins í jarðveginum við hliðina á skítnum og þykist hirða upp óþverrann.

Á þessum stíg er ekki óalgengt að sjá lausan boxer hlaupa á undan eigendum sínum og oft er sá í slíkri gæslu barna. En boxerhundar hafa dundað sér við að drepa lömb í útjaðri borgarinnar þar sem eigendur þeirra hafa þá sleppt þeim lausum. 


mbl.is Ráðist á móður á Klambratúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru svæði á Reykjavíkursvæðinu þar sem lausaganga hunda er leyfð. Þau svæði eru Geirsnef, Geldinganes og svo svæði fyrir ofan Rauðavatn fyrir utan hundagerðin sem nýlega er búið að setja upp.

Ég verð að segja sem hundaeigandi að mér þykir svona fréttir mjög leiðinlegar og auðvitað á þessi einstaklingur við einhver vandamál að stríða fyrst hann veitist svona að konunni. Einnig þykir mér leiðinlegt hvað fólk er fljótt að stökkva til og dæma alla hundaeigendur út frá þeim sem fylgja ekki lögum um hundahald.

Ég er búin að vera hundaeigandi í rúm 20 ár núna og alltaf passað upp á að hafa hundanna mína í bandi þar sem þeir eiga að vera í bandi. Ég hef samviskusamlega hreinsað upp eftir þá og greitt leyfisgjöld af þeim. Hegðun þeirra sem fylgja ekki þessum reglum bitnar á mér og hundunum mínum og verðum við fyrir ósanngjörnum fordómum.

FÁH (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 14:45

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll FÁH og takk fyrir innlitið, ég er ekki að dæma alla hundaeigendur.

Þá vil ég segja þér að alla mína æsku voru fjárhundar í kringum mig og þeir voru mínir nánustu og bestu vinir.

Þá á ég einn boxer fyrir góðan vin

En það er auðvitað mikilvægt svo að friður ríki um hundahald í borgarlandinu að allir hundaeigendur virði allar reglur um hundahaldið og að hundaeigendur bera mikla ábyrgð.

Það er nefnilega mikil ábyrgðarhluti að vera með hunda, einkum stóra hunda og það í þéttbýli.

Þá er það staðreynd sem menn verða að virða og skilja að margir eru smeykir við hunda. Eins og vitum sem höfum verið mikið með hunda er eins og hundar finni það á sér þegar fólk verður órólegt ef hundur er nærri.

Það eru ekki hundarnir sem eiga að aga fólkið sem telja sig eigendur að þeim.

Það eru ekki hundarnir sem óska eftir búsetu í þéttbýli.

Kristbjörn Árnason, 19.4.2013 kl. 16:31

3 identicon

Hundahald ætti nú ekki að vera yfirhöfuð leyft í Reykjavík.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 16:58

4 identicon

Þegar svona fréttir koma virðist oft fara af stað einhvers konar múgæsing vegna hundahalds og allir hundar og hundaeigendur settir í sama flokkinn. Auðvitað verða hundaeigendur að bera ábyrgð á sínum hundum og fylgja þeim lögum sem eru um hundahald í þeim bæjarfélögum sem þeir búa í. Og það að hundahald eigi ekki að vera leyft í þéttbýli er skoðun sem ég skil ekki því hundar una sér mjög vel í þéttbýli. Alls ekki allir hundar eiga heima í sveit. Ég á hund sem er fjárhundur og hann yrði vitagagnslaus sveitahundur því ekkert smalaeðli er í honum. Hann er hinn ánægðasti sem borgarhundur enda vel um hann hugsað.

FÁH (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 20:55

5 identicon

Sammála þessu með lausagöngu hunda. Þetta er orðið alltof algengt að mæta hér í Reykjavík lausum hundum og eigendum þeirra gangandi jafnvel langt á eftir þeim. Nú er ég sjálf hrædd frekar hunda, hef aldrei átt hund né umgengist mikið, en fer þó á heimili þar sem hundar eru sem ég hef vanist. Ég hef ítrekað séð og upplifað það að þó ég taki stóran sveig framhjá hundum sem ég mæti með eigendum sínum að hundaeigendur bregðast ekki við með þvi að taka þá til hliðar eða kalla á þá.

guðrún (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 21:13

6 Smámynd: corvus corax

Það er allt í lagi með flesta hunda en allt of margir hundaeigendur eru stórvandamál þannig að það er spurning hvort ætti ekki bara að banna hundaeigendur? Síðast í gær mætti ég hundeiganda á götu í einu hverfi borgarinnar þar sem hann hélt á upphönkuðum taumnum í hendinni en stóri hundurinn hans hljóp laus hingað og þangað í galsa og gleði. Um leið og ég mætti manninum spurði ég hann kurteislega hvort það væri nóg að halda á taumnum, hvort hann ætti ekki að vera tengdur í hálsól hundsins. Í stuttu máli sagði hundeigandinn mér að "éta skít" og að mér kæmi það ekki við hvort hann væri með hundinn í taumi eða ekki. Það sem margir hundaeigendur virðast ekki skilja er að það kemur einmitt öllum við hvort þeir eru með hundana sína í taumi eða ekki. Þessi regla er ekki sett fyrir hundaeigendur og hundana þeirra heldur vegna allra annarra vegfarenda. Það að vera hundeigandi gefur ekki sjálfvirkt leyfi til þess að hunsa reglur um hundahald. Ef það er viðkvæðið og skoðun hundaeigenda almennt er kominn tími til að fylkja liði og krefjast þess að hundahald verði með öllu bannað í þéttbýli.

corvus corax, 19.4.2013 kl. 22:14

7 identicon

Þetta er einmitt málið með marga hundaeigendur,hroki frekja og yfirgangur.Ég bý í Hólahverfi og geng oft gegnum Elliðaárdalinn, þar mætir maður mörgum með hunda sem mjög oft eru lausir.Ef maður spyr hvort hvuttinn eigi ekki að vera í bandi þá kemur bara illt augnaráð og ekkert svar eða maður fær bara skammir. Það virðist vera  föst regla hjá mörgum hundaeigendum að vera leiðinlegir.Og þó svo að hundurinn sé í bandi finnst mér óþægilegt að mæta þeim því að ég get ekki vitað hvernig hundurinn er þó að eigandinn þekki hann. það ætti að taka aftur upp hundabann í borginni eins og var. Þetta var í góðum málum þegar hundabannið var í gildi.Hundaeigendur!!! það eru fleiri en þið sem nota göngustígana. Burt með hundana af göngustígunum,það mætti byrja á því.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 02:41

8 Smámynd: Sandy

Hundar eru yndisleg dýr,þeir eru yfirleitt mannelskir,en það er hinsvegar ekki hægt að koma í veg fyrir að fólk sem ekki þekkir þá sé hrætt,þess vegna eiga þeir alltaf að vera í taumi þegar verið er með þá úti í göngu.

Ég átti sjálf hund,og veit að það er hægt að ala þá þannig að þeir séu ekki skilandi frá sér saur hér og hvar. Ég hafði þetta þannig hjá mér að ég gaf henni að borða og drekka en fór ekki af stað í göngu fyrr en hún var búin að skila frá sér á heimalóð þá var minni hætta á að ég þyrfti að vera að hirða eftir hana hér og hvar í göngunni,en það kom þó fyrir og að sjálfsögðu tók ég það upp, því ég veit líka hversu ömurlegt er að vera á gangi og stíga ofan í hundaskít hér og hvar,fyrir utan það að það getur orðið að heilbrigðisvandamáli ef allt veður út í hundaskít.Oft er það nú þannig að hundaeigendur fara með hundana á sömu svæðin til að leifa þeim að hlaupa og ég verð að segja að mér finnst það ekki sína umhyggju fyrir dýrunum að ætlast til að þeir hlaupi í eigin og annarra saur,sem óhjákvæmilega gerist ef t.d. eru ákveðin hundagerði og ekki er tekið upp eftir þá.

Ég hef ekki forsendur til að dæma þetta einstaka tilfelli en kemur mér ekki á óvart,ég veit ekki hvað er að fólki nú orðið því þetta eru ekki bara hundaeigendur sem koma svona fram, ég lenti í bíleiganda ekki alls fyrir löngu,sem réðist að mér með fúkyrðum vegna þess að ég hafði lagt í stæði fyrir utan verslun og að hennar mati ekki lagt nógu vel í stæðið svo hún gæti troðið sér þar líka, ég var með bílinn minn nær annarri línunni en hinni og þá myndaðist ekki nóg pláss fyrir hana svo hún þurfti að leggja í stæði hinu megin og labba yfir planið. Þvílíkur orðaforði af ljótum orðum sem hún hellti yfir mig,ég þagði á meðan og benti henni svo á að sækja námskeið í mannlegum samskiptum.

Sandy, 20.4.2013 kl. 08:04

9 identicon

Því miður er það svo að stór hluti bíleigenda á höfuðborgarsvæðinu kunna alls ekki að leggja bíl í stæði. Þeir leggja rammskakkt og með eitt eða fleiri hjól á línunni á milli stæða, svo það er erfitt aða ómögulegt fyrir aðra að leggja skikkanlega í stæði. Svo er algengt að leggja í tvö stæði. Er ekki annars kennt lengur í ökunámi að leggja í stæði?

óli (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 19:00

10 identicon

Það er bara sorglegt hvað fólk; hvar sem er (hundaeigendur eða bílaeigendur) er orðið ókurteist og sjálfhverft. Það hugsa of margir um sjálfa sig og að svo lengi sem að þeir komast áfram, eða þeir fái hitt eða þetta, þá sé allt í lagi þótt að aðrir lendi í vandræðum vegna þess.

Fólk virðist hugsa minna um aðra í kringum sig, almenna kurteisi og bara brosa til hvors annars. Mér finnst þetta hræðinlegt þar sem að ég reyni eins og ég get að koma vel, fram, vera kurteis og hugsa ekki bara um rassgatið á sjálfri mér. Þess vegna þegar að ég bendi einhverjum kurteisislega á að t.d hirða upp skítinn eftir hundinn hjá sér (til að fólk gangi ekki í þetta eða keyri ofan í með barnavagna án þess að taka eftir því, sem síðan skíta út fötin hjá manni þegar að maður ætlar að setja þá inn í bíl eða tekur þá inn) og maður fær bara dónaskap á móti; þá á ég erfitt með að hemja mig. Sérstaklega fólk sem skilur eftir hundaskít á miðjum gangstíg fara í taugarnar á mér. Lítil dóttir mín lenti í því að detta og lenti BEINT ofan í helvítis hundaskít á gangstígnum! Og þar sem að hún var svo lítil var hún fljót að fá þetta út um allt á fötin sín og húð. Það er eins og fólk hugsi bara ekkert lengra en þeirra eigin þægindi að þurfa ekki að beygja sig niður EINU sinni og hirða upp eftir dýrið sem ÞAU ákváðu að fá sér.

(P.s ég er sjálf fyrrverandi hundaeigandi og fjölskylda mín á enn hunda)

Iris (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband