23.4.2013 | 14:53
Að hika ekki við að segja ósatt
Þeir framboðsaðilar sem hér segja að ekkert sé að vanbúnaði að afnema höftin vegna þess að málið sé undirbúið eru að segja ósatt og þeir vita það.
Þetta er vandasamt verkefni sem kallar á samheldni landsmanna og mun taka mörg ár. Annars munu það verða launamenn sem bbera allann kostnaðinn.
Bjarni sagði að búið væri að kortleggja verkefnið nú þegar þrotabúin væru tilbúin að ganga til nauðsamninga og þá gæti ferlið verið fljótlegt. Hann tók fram að fara ætti fram með ýtrustu kröfur og jafnvel beita skattlagningu á kröfuhafana.
Þetta segir formaður þess flokksins sem á metin í gengifellingum og ber ábyrgð á síðustu gegnisfellingu sem varð við hrunið.
Maður veltir því fyrir sér, hver hafi þá undirbúið málið svona vel. Það hljóta þá að vera núverandi stjórnvöld sem það hafa gert.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að ríkisvaldið hefði þau tæki sem þurfi til að knýja fram um niðurstöðu í málinu og að Evrópusambandið hefði nú þegar verið með mun róttækari aðgerðir en menn veltu fyrir sér hér á landi. Hann sagði afnám hafta ekki eiga að taka langan tíma.
Sigmundur vitnar þá í samþykkt Alþingis um þrotabúin frá því mars 2011 þegar Sjálfstæðisflokkur lagðist allur gegn lagasetningunni og Framsóknarmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni sem var að festa hugsanlegar eignir erlendra aðila í þrotabúum gömlu bankanna.
Það er nauðsynlegt að ná samningum við þessa kröfuhafa því hörð valdbeiting kallar á hörð viðbrögð þeirra sem hafa átt viðskipti við íslendinga. Hugsanlega má nota skattlagningu á útstreymi gjaldeyris og fleiri þvinganir í þeim dúr, en það mun allt lenda á launamönnum í landinu vegna óhjákvæmilegrar gegngisfellingar í kjölfarið.
Bjarni: Höftin burt á næstu mánuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.