Allir greiða fé til að halda lífi, þannig hefur það alltaf verið

 

  •  Enginn vill greiða skatta en vilja samt fá allann mögulegan kostnað greiddan af ríkinu

  

Í  dag telst ég vera einstaklingur með alvarlegan sjúkdóm og ekki bara einn sjúkdóm heldur fleiri alvarlega sjúkdóma. Ég var hjartastopp fyrir rúmu ári síðan. Þ.e.a.s. ég dó raunverulega en var af góðum mönnum endurlífgaður en sit uppi með verulega skemmt hjarta ásamt alvarlegum afleiðingum.

Ég er á fríum sykursýkislyfjum og hormónalyfjum en greiði þess utan fyrir a.m.k. 7 lyf. Öll eru þessi lyf dýr sérstaklega þar sem ég dreg fram lífið á eftirlaunum sem eru eftir hrunið í fátækramörkum þrátt fyrir a hafa greitt í lífeyrissjóði í 43 ár. Mín lífsgæði hafa rýrnað verulega eins og von er auk þess sem ég mæti í hverri viku í 2 - 3 skipti á meðferðarstöð undir lækniseftirliti sem ég greiði fyrir. Þá er ég í hreyfiprógrammi sem tekur til allra daga vikunnar. 

Árs lyfjakostnaðurinn minn mun samt í heildina séð minnka verulega. 

Síðan gera nýju reglurnar ráð fyrir sérstökum úræðum fyrir fjölskyldur þar sem eru börn fleiri en eiit með sykursýki og eða aðra alvarlega sjúkdóma . 

Í minni fjölskyldu kom það upp,  að einn aðili var látin fá tvo lyfjaskammt af flogaveikislyfjum af mjög merkilegum sérfræðingi þar sem hvort þeirra kostaði um hálfa milljón. En ríkið greiddi kostnaðinn að fullu.

Eftir nokkrar vikur með þessi lyf kom í ljós að viðkomandi átti alls ekki að taka þessi lyf. Þá kom nefnilega í ljós að ekki var um flogaveiki að ræða. Þetta voru svo sannarlega dýr læknamistök fyrir ríkið. Það er mikilvægt að fara vel með það fé sem notað er í niðurgreiðslur lyfja.

Eftir þessa kerfisbreytingu mun fólk njóta jafnræðis þegar um niðurgreiðslu á lyfjum er að ræða og það er nauðsynlegt. En sérstaklega dýr lyf verða alltaf í sérstökum úrræðum.


mbl.is „Greiða fyrir að halda lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafnræði er ekki sama og réttlæti! Sumir greinast ungir að aldri og þurfa lífsnauðsynleg lyf allt sitt líf vegna ólæknandi sjúkdóma. Í þessum málum ekki jafnt yfir alla að ganga!

Júlía (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 15:38

2 identicon

Og hver segir að fólk vilji ekki borga skatta? Ég borga háa skatta með glöðu geði en á móti þá geri ég þá kröfu að fá greidd lífsnauðsynleg lyf. Það er kannski erfitt fyrir fólk eins og þig, sem hefur aðeins átt í veikindum í stuttan tíma á efri árum, að setja þig í spor þeirra sem þurfa lyf allt sitt líf en þú ættir samt að reyna að það.

Með fullri virðingu þá finnst mér þetta blogg hjá þér um þessa grein bera vott um mikla vanþekkingu á heildaráhrifum á þá sem þurfa lyf allt sitt líf og bera auk þess mikinn annan kostnað vegna þess, allt sitt líf og lífsgæði þessara einstaklinga eru skert.. allt þeirra líf! Ekki bara seinni hluta þess

Júlía (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 15:43

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Júlía,

ég var reyndar greindur með sykursýki- 2 1983 og er hún ættgeng. En vil bara segja það eitt að ég skil vel fólk sem hefur átt í veikindum frá unga aldri og geri ekki lítið úr þrautum þess og eða fjárhagslegum erfiðleikum. Ég hef starfað með öryrkjum um langan aldur.

Samt sem áður er það eðlilegt að allir sjúklingar njóti jafnréttis, þá miðað við þörf en ekki eftir tegundum sjúkdóma. Það eru í dag margir sjúklingahópar sem ekki njóta sannmælis. Nægir að nefna geðsjúklinga sem dæmi sem verða fyrir miklum fordómum og þeir fordómar spila einnig inn í þann opinbera stuðnings sem þeir njóta af heilbrigðisyfirvöldum.

En ég er ekkert að verja þessar hugmyndir sérstaklega en minnist þess að árum saman hafa borist um það kvartanir að ekki sitji allir við sama borð í þessum efnum og þær kvartanir hafa jafnvel komið frá eftirlitsstofnunum.

En ég treysti því sem þessi lyfjakall í ráðuneytinu sagði, að síðan yrði tekið á öllum sérstökum tilvikum.

Bara að minna á þá staðreynd, að stór hluti landsmanna er ekki tilbúinn að greiða skatta með glöðu geði og m.a. hefur einn stærsti flokkur landsins haft á stefnuskrá sinni svo lengi sem ég lifað, að lækka skatta og fær fyrir vikið mikið fylgi í kosningum

Takk fyrir innlitið

Kristbjörn Árnason, 25.4.2013 kl. 16:00

4 identicon

Þetta nýja kerfi tekur ekki á fordómum og lætur sjúklinga ekki njóta sannmælis. Þó þú hafir starfað með öryrkjum þá þýðir það ekki að þú hafir skilning á því hvernig fólk með króníska ólæknandi sjúkdóma lifir. Það er ekki samasemmerki á milli þess að vera með ólæknandi sjúkdóm og vera öryrki. 

 Og áfram, með fullri virðingu, þá eiga eru ekki allir sjúkdómar sambærilegir og eiga þ.a.l ekki að sitja við sama borð. Þeir sem eru með lífshættulega, ólæknandi sjúkdóma eiga skýlausa kröfu á að fá lyf við þeim sjúkdómum að fullu niðurgreidd. 

Þetta kerfi var sett fram með jöfnuð og einföldun að leiðarljósi, sem eru markmið sem nýju kerfi hefur gjörsemlega mistekist að uppfylla. Mismununin er færð á milli hópa þar sem öðrum hóp er mismunað í nýju kerfi en hinu eldra. Nýtt kerfi er orðið mun flóknara fyrir einstaklinga sem, undir nýrri reglugerð eiga að fá einhverjar ívilanir.  Auk þess sem þessi tekjumörk eru hlægilega lág. 

Sykursýki 2, ættgeng eða ekki, er hægt að koma í veg fyrir en það sama er ekki hægt að segja um sykursýki 1. Þannig eiga þeir sem eru með áunna lífstílssjúkdóma að sitja við sama borð og þeir sem fá sjúkdóma vegna genagalla eða eru meðfæddir? Það er eitthvað mjög skakkt við þennan hugsunargang. 

Júlía (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 16:36

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Júlía,

nú vil ég að við látum þessum umræðum lokið sem eru að verða að einskonar kappræðum um eitthvað sem ég kæri mig ekki um að taka þátt í.

Þú leyfir þér að gera lítið úr veikindum annara eins og ekkert sé og að þeir sem eru með ólækndi sjúkdóm séu eitthvað æðri öðrum.

Það vill svo til að lífstílssjúkdómar eru oft einnig ólæknandi og draga fólk líka til dauða eins og dæmin sanna.

Þessi umræða særir mig vegna þess að ég eytt lunganum úr ævi minni til að berjast fyrir rétti sjúklinga, öryrkja og þeirra sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu.

En ég vona bara að það séu ekki margir með þinn hugsunarhátt í hópi þeirra sem þurfa á stuðningi að halda í samfélaginu. Ég hef aldrei fyrr hitt fyrir aðila eins og þig í hópi þeirra sem ég hef starfað með.

Síðan vil ég að þú látir vera að skrifa hér aftur, það var leiðinlegt að kynnast þessum viðhorfum þínum

Kristbjörn Árnason, 25.4.2013 kl. 17:37

6 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Fult af øryrkjum og lagtekjufoki  a hreinlega ekki fyrir fyrsta skamtinum,Hvernig a taf folk ad fa endurgreidslu og annad gaman væri ad sja teirri spurningu svarad,16000 eru ohemju fe fyrir ta prsonu sem ekki a fyrir mat og tarf ad byda i bidrød i hverjum manudi eftir mat,

Tessir snyllingar i nuverandi Rikisstjorn ættu ad prufa ad lifa af 30,000 kr fyrir mat lyfjum og fatnadi frystundum og ødru,

Stadreindin er ad tessi Rikistjorn er buin ad svikja stort sed øll loford sem gefin hafa verid,ekki gatu tessir vesalingar leidrett svikin fra 2009 tratt fyrir loford um annad.Tessvegna sytur folk nu med 9000 kr netto af  100,000 kr greidslu ur lifeyrissjodi,tad er 91% skatlagning a tann hop sem liklega hefur lægst radstøfunarfetd vegna lyfja og lækniskostnadar ta er lausnin hja tessari Rikisstjorn ad lata ta borga meira ef ad tetta er jafnrædi eda rettlæti ta get a teir stungid hvorutveggja tangad sem solin aldrei skin

Þorsteinn J Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband