26.4.2013 | 16:00
Það kostar klof að ríða röftum
Vissulega hafa þetta verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram ef ákveðin stjórnmálaöfl munu ná hér völdum eins og flest bendir til. Það eru aðilar sem hiklaust segjast ætla að mismuna fólki. M.ö.o. hygla á betur stæðu fólki á kostnað venjulegra launamanna.
(En þessa mynd eigum við launamenn)
Hér í fréttini segir Tryggvi Páll að veruleg brögð séu á því að fólk reyni að koma listmunum í verð til þess að eiga fyrir framfærslu. Áður fyrr hafi fólk gjarnan selt listaverk til að losa fé til að kaupa aðra hluti. Nú fari peningarnir í nauðþurftir.
Það er auðvitað ekki minnst einu orði á það, að stór hluti þjóðarinnar á ekki svona hluti sem ekki teljast til nauðþurfta og einhverntíma hafa eigendur þessara mynda haft rúm fjárráð til að kaupa þær. Á meðan að yfir helmingur venjulegra launamanna hefur aldrei efni á slíkum myndakaupum ef þeir hafa börn í framfærslu.
Ljósi punkturinn í þessu máli, að þessar myndir koma þessu fólki að einhverju gagni.
Selja listaverk til að eiga fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ekki víst að eigendurnir hafi keypt myndirnar - í sumum tilvikum eru þetta gamlar myndir sem fólk hefur erft. Svo segir Tryggvi nú að ekki séu öll þessi verk verðmæt - sum eru ekki nema norkkurra tugþúsunda virði og slík verk eru á flestra færi.
Púkinn, 26.4.2013 kl. 19:58
Það er rétt hjá Púki, en margar fjölskyldur eignast aldrei myndir sem yrðu söluvara á svona uppboðum.
Kristbjörn Árnason, 27.4.2013 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.