Álfyrirtæki blandar sér opinberlega í kosningabaráttuna

  • Það er aldrei nógu oft á það minnt, að erlendir aðilar eru þegar að ráskast með íslenskar auðlindir og hverskonar hagsmuni.
  • Forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, segist vongóður um að ný ríkisstjórn komi álveri í Helgvík í gagnið. Hann segir í ávarpi að ný ríkisstjórn muni veita félaginu stuðning og sjá um virkjanir og línulagnir vegna álversins.

Nýlegar kannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er því mótfallinn að hér verði reist ný álver.

Fram hefur komið mikill einhugur sjálfstæðis- og framsóknarmanna um að taka upp rammaáætlun og hefja virkjanir, meðal annars í Þjórsá.

Flokkarnir tveir gætu fengið meirihluta þingmanna í kosningunum á morgun ef marka má kannanir.

Álrisi bíður eftir virkjanastjórn ‹

Alverin hafa um langan tíma tekið fullan þátt í pólitískri umræðu á Íslandi.

Þau reka upplýsingaskrifstofu sem er dugleg við að senda til þjóðarinnar ýmiskonar áróður um gildi álframleiðslu. Enginn veit hversu miklu þessi fyrirtæki hafa dælt til réttra flokka og réttra einstaklinga undanfarin ár. Hvers konar fyrirbæri er það þegar álrisar byggja íþróttahús og útdeila miklum styrkjum i til ýmiskonar starfssemi sem geta átt sér pólitískan bakgrunn.

Þótt það hafi verið settar upp reglur um styrki fyrirtækja til stjórnmálaflokka er hægur vandi að komast í kringum þessar reglur.

Hvað ætli mörg fyrirtæki greiði félagsgjöld fyrir fjöldan allan af kennitölum?

Hvað ætli ýmis fyrirtæki borgi margar óbirtar auglýsingar og greiði fyrir litlar auglýsingar stórar upphæðir?

LÍÚ hefur verið ansi stórtækt í þessum málum undanfarna mánuði og allar eru þessar auglysingar í nafni fyrirtækja. Þetta eru vissulega jafn beinir styrkir till stjórnmálaflokka og aðrir styrkir.

Það sést t.d. mjög vel fyrir þessar kosningar að þá hafa hagsmunasamtök og einstök fyrirtæki staðið fyrir miklum áróðri sem fellur að stefnu álflokkanna á Íslandi einkum þó að stefnu Sjálfstæðisflokksins. Maður þarf ekki að fara langt til að rekast á þennan áróður. Hann er bara í næstu verslun.


mbl.is „Mikilvægt að ráða eigin örlögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband