2.5.2013 | 12:16
Íslenskir ráðamenn styðja við þrældóm í Kína
- Frans I páfi fordæmdi gróðaöflin 1. maí
- 410 dánir, 2500 slasaðir og 140 manna er saknað.
- Sem víla ekkert fyrir sér í ágirndinni, og létu fólk þræla í sveita síns andlits fyrir smánarlaun í þróunarríkjum.
- Páfi sagðist ekki geta orða bundist yfir skelfilegum fréttum af mannskæðu slysi í fataverksmiðju í Bangladess.
- Hefði honum brugðið illa þegar honum var sagt að verkafólk í verksmiðjunni hefði aðeins haft jafnvirði 38 evra, um 5.800 króna, í mánaðarlaun.
- Þetta væri ekkert annað en arðrán og þrælahald.
. - Verkalýðsforingjar víða í Evrópu fordæmdu þessa hluti einnig en íslenskir forystumenn verkalýðsins sögðu ekki eitt einasta orð um þessa hörmung.
Hvað sem segja má forljótt um ESB fengu íslenskir launamenn vinnuverndarlögin frá þessu ríkjasambandi er Íslandi var troðið í EFTA sem útibú frá ESB samningum. Fyrir 40 - 50 árum voru aðstæður á íslenskum vinnustöðum oft skelfilegar, vinnuslys tíð ásmt atvinnusjúkdómum. Inn í EFTA var farið vegna vegna hagsmuna útvegsmanna sem vildu tollalækkanir á fisk fluttan til Evrópu.
Hagsmunum þúsunda launamanna á Íslandi var fórnað fyrir hagsmuni þessara aðila sem þó voru undanþegnir öllum reglum ríkjabandalagsins rétt eins og landbúnaðurinn einnig.
Í dag eru þúsundir starfa sem voru á Íslandi í blómlegum iðnaði flutt til margra landa í Asíu og fríverslunarsamningur inn sem Össur stóð fyrir á dögunum mun ekki bæta hag íslenskra launamanna. Hann eykur á flutning starfa frá Íslandi til Kína, sem starfar við svipaðar aðstæður og eru í Banglades. Er starfa við aðstæður sem eru í engu betri en í Dakka.
Á Íslandi er í fjölmiðlum flestar vikur fólki hampað sem vinnur við eitthvað sem kallað er hönnun í þessum umfjöllunum og vörurnar sem þetta fólk hannar er síðan framleitt í þessum löndum ásamt Kína.
Síðan er varan flutt hingað eða annað og kölluð íslensk vara. Það er föst venja í frjálsri samkeppni frjálshyggjunnar að selja þessa vöru á hæsta mögulega verði á markaði. Það eru draugasögur að halda það, að þetta lækki vöruverð á Íslandi.
Þessi samningur sem Össur og forsetinn standa að, er til skammar.
Snúa aftur til starfa í verksmiðjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Menntun og skóli, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.