Auðvelda leiðin valin, en svo virðist við fyrstu sýn

Stjórnarmyndunarviðræður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar halda áfram í dag en þær hófust í gær og stóðu yfir fram á kvöld og tilhugalífið blómstrar eins og sjá má á þessari mynd. Viðræðurnar ganga væntanlega vel enda tveir nauðalíkir flokkar að talast við.

 

Það er samt rétt sem Katrín Jakopsdóttir sagði og er vert alvarlegrar skoðunar. Að ríkisstjórn þessara tveggja flokka við núverandi aðstæður hefur tæplega nógu breiða skýrskotun þegar fer að gefa á bátinn í því sjólagi sem fyrirséð er.

Greinilegt er að Katrín er vaxandi stjórnmálamaður og var sá eini í kosningabaráttunni sem ekki kom fram á sviðið með óábyrg og óyfirstíganleg kosningaloforð. 

Það er ljóst að Sigmundur Davíð hefur valið sér auðveldu leiðina.

Þótt bæði Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn sé í mjög þröngri stöðu og greinilegt virðist vera að Sigmundur Davíð reyni að nýta sér þá stöðu út í ystu æsar , að þá eru stráksleg ummæli Össurar honum ekki sæmandi jafnvel þótt það sé  allt hárétt ,er hann segir eftirfarandi:

Stjórnarmyndunarviðræðurnar hófust formlega í gærmorgun og segir Össur á Eyjunni að nú þegar hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið undan kröfum Framsóknar í einu og öllu. Össur vísar þarna í yfirlýsingu Sigmundar Davíðs þar sem sagði að viðræðurnar færu fram á grundvelli kosningamála Framsóknar. Slík yfirlýsing hafi ekki verið gefin nema með samþykki Bjarna Benediktssonar. Þá hafi Bjarni sagt að hann sæi ekki nokkurt mál sem valdið gæti vandkvæðum milli flokkanna auk þess sem hann sækist ekkert sérstaklega eftir stól forsætisráðherra.

Honum [Sigmundi Davíð] hefur tekist meistaralega að bryðja svo taugakerfi Sjálfstæðisflokksins að hann minnir helst á borðtusku í höndum hans í upphafi viðræðna um nýja ríkisstjórn. Þetta hefur engum öðrum tekist – ef frá er talinn ritstjóri Morgunblaðsins.

Össur segir að á hrárri íslensku þýði þetta að gegn því að komast í ríkisstjórn og forða sér frá innbyrðis uppgjöri sem ella hefði beðið flokksins séu Sjálfstæðismenn bæði búnir að gefa frá sér forsætisráðherrastólinn og fallast á skuldalækkunarhugmyndir Framsóknar – án baráttu.

Samþykki Bjarna á að mynda ríkisstjórn á grundvelli Framsóknarleiðarinnar í skuldamálum er sérstaklega sögulegt í ljósi þess að í nýliðinni kosningabaráttu stóðu Sjálfstæðismenn í röðum til að útskýra fyrir þjóðinni hvernig þær myndu slá stoðum undan efnahag Íslands.

Blogg Össurar Skarphéðinssonar.


Oft er gott að spara gífuryrðin sérstaklega eftir skammarleg vinnubrögð hægri flokkanna á Alþingi síðustu fjögur árin. Það er óþarft að detta ofan í sama sandkassann.


mbl.is Viðræðurnar halda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband