6.5.2013 | 21:14
Frjálshyggjan er söm við sig
- Öll síðustu árin undir stjórn Sjálfstæðisflokksins var það fastur liður, að boðað var til reglulegra funda fyrir karla í jólafötum. Til þessara funda boðaði gjarnan fjármálakerfið með einkabankanna í forgrunni og samtök fjárfesta ásamt samtökum atvinnurekenda á Íslandi.
Þarna var frjálshyggan boðuð grímulaust, allt miðaði þetta að því að boða rétttrúnaðinn og jafnframt að telja þjóðinni trú um yfirburði frjálshyggjunnar umfram öll önnur sjónarmið í hagstjórn.
Jafnvel í tíð þessarar ríkisstjórnar vinstri flokkanna héldu þeir áfram trúboðinu enda auðvelt að velta kostnaðinum á herðar launamanna eins og áður innan fyrirtækjanna. Áfram voru menn handvaldir eftir hreinræktuðum trúarbrögðum sínum og boðskap hvarvetna í okkar kapitalista heimi.
Fjárfestar hafa öll síðustu árin krafist afnáms á höftunum og um leið hafa þessir menn krafist mikillar gengisfellingar. Þeir hafa gert kröfur um, að launamenn bæru enn frekari byrðar af hruninu.
Nú stígur hér fram Friðrik Jónsson hagfræðingur með meiru í pressugrein og fellir stóra dóma um efnhagsmál Íslands. Hann gagnrýnir gjörðir ríkisstjórnar Geirs Haarde mjög alvarlega og um leið síðustu stjórn og
segir að allt síðastliðið kjörtímabil hafi ríkt ákveðin afneitun um raunverulegt umfang þess efnahagsvanda sem við er að eiga. Það megi rekja til gjaldeyrishaftanna sem blekktu mönnum sýn og leiddu til þess að vandinn var ýmist vanræktur eða vanmetinn stórlega.
Hans gögn eru fyrst og fremst skýrsla seðlabankans um fjármálastöðuleika. Friðrik segir að ef sú skýrsla lesin með réttum gleraugum komi í ljós að mikill vandi blasir við og að í raun séu jákvæðir punktar hennar lítið annað en sjálfsblekking.
Jafnvel í tíð þessarar ríkisstjórnar vinstri flokkanna héldu þeir áfram trúboðinu enda auðvelt að velta kostnaðinum á herðar launamanna eins og áður innan fyrirtækjanna. Áfram voru menn handvaldir eftir hreinræktuðum trúarbrögðum sínum og boðskap hvarvetna í okkar kapitalista heimi.
Fjárfestar hafa öll síðustu árin krafist afnáms á höftunum og um leið hafa þessir menn krafist mikillar gengisfellingar. Þeir hafa gert kröfur um, að launamenn bæru enn frekari byrðar af hruninu.
Nú stígur hér fram Friðrik Jónsson hagfræðingur með meiru í pressugrein og fellir stóra dóma um efnhagsmál Íslands. Hann gagnrýnir gjörðir ríkisstjórnar Geirs Haarde mjög alvarlega og um leið síðustu stjórn og
segir að allt síðastliðið kjörtímabil hafi ríkt ákveðin afneitun um raunverulegt umfang þess efnahagsvanda sem við er að eiga. Það megi rekja til gjaldeyrishaftanna sem blekktu mönnum sýn og leiddu til þess að vandinn var ýmist vanræktur eða vanmetinn stórlega.
Hans gögn eru fyrst og fremst skýrsla seðlabankans um fjármálastöðuleika. Friðrik segir að ef sú skýrsla lesin með réttum gleraugum komi í ljós að mikill vandi blasir við og að í raun séu jákvæðir punktar hennar lítið annað en sjálfsblekking.
Hann segir jafnframt að stefna Framsóknarflokksins séu sjónhverfingar því jafnvel þó allar krónueignir erlendra kröfuhafa yrðu afskrifaðar og lengt yrði þeim erlendu lánum sem um er rætt, þá dugar það hvergi nærri til.
Hann gagnrýnir það, að snjóhengju málið skuli hafa verið látið bíða og lögin um höftin hafi í upphafi verið mjög götótt er leiddi af sér ofmat á þeim efnahagsárangri sem menn töldu sig vera að ná, og vanmat á þeim stórkostlega vanda sem settur var í sviga.
Friðrik vitnar til orða seðlabankastjóra í skýrslunni um skuldabréf Landsbankans og þær skuldbindingar sem í þeim felast. Hann segir það hreint út að þetta þýði að Landsbankinn er í reynd ógjaldfær og í raun í sömu stöðu og forveri hans í aðdraganda hrunsins 2008. Í því ljósi segir Friðrik ágætt að hafa í huga að neyðarlögin eru enn í fullu gildi.
Ríkið og þáverandi stjórnendur nýja Landsbankans sömdu af sér þegar samið var við þrotabú gamla Landsbankans. Í ljósi orða Seðlabankastjóra um þörfina á endursamningum er eðlilegt að spyrja hvar varnaglarnir og fyrirvararnir voru í samningunum? M.v. niðurstöðuna varðandi viðbótarskuldabréfið þá virðast þeir allir hafa verið í þágu kröfuhafa.
Friðrik segir að beinast liggi við að fella þurfi gengið hraustlega til að ná því niður á sjálfbæran grunn, svo hægt sé að afnema höftin. Þetta þýði vissulega kjararýrnun sem nemur falli gengisins, en laun muni hækka að nýju um leið og viðsnúningur verður í hagkerfinu í kjölfar leiðréttingar þess.
En hann veit auðvitað að það munu ekki öll laun hækka aftur heldur aðeins þau sem kalla má markaðslaun og hálaunamenn einir búa við.
Áður en til þessa kemur þurfa stjórnvöld að afnema vísitölu neysluverðs, tímabundið að minnsta kosti, svo ekki verði frekari stökkbreyting lána. Í þessu gæti falist nokkurs konar skuldaleiðrétting. Segir Friðrik.
Reyndar má segja sem svo að með frystingu vísitölu, gengisfellingu og almennum launahækkunum sem komi að einhverju leyti til móts við gengisfellingu og verðbólguskot verði náð markmiðum almennrar skuldaleiðréttingar verðtryggðra lána án frekari aðgerða.
Þessi pistill segir auðvitað allt um viðhorf þessa manns sem er einskonar framlenging á frjálshyggju-hugmyndum hægri stjórnanna.
Aðgerðir eins og hann boðar munu fyrst og fremst bitna á láglaunafólki, m.ö.o. fólki sem býr í leigu-húsnæði og er algjörlega óvarið. Þetta kallar á gríðarlega vaxtahækkun.
Hugmyndir sem þessar munu einnig slá hugmyndir Framsóknarflokks um niðurfellingu skulda út af borðinu. Enda engin innistæða fyrir slíkum aðgerðum og ekki heldur sérstökum skattalækkunum.
Ræða einföldun á skattkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.