9.5.2013 | 17:30
Verðlagsþróun er stjórnlaus á Íslandi
- Þetta er léleg afsökun hjá samtökum atvinnurekenda því þessi samtök eru að bera blak af smásöluversluninni í landinu sem virðast níðast á viðskiptavinum.
Það er staðreynd að það eru miklar hækkanir á verði margra vörutegunda bæði á innlendum landbúnaðarvörum í smásölu og á innfluttri matvöru undanfarna mánuði. Alveg án þess að það séu raunverulegar ástæður fyrir því.
- Það sama á við um aðra verslun í landinu
Það gengur heldur ekki alveg fyrir samtök atvinnurekenda að bera við einhverjum verðlags vísitölum. Vegna þess einfaldlega að laun í landinu fylgja ekki slíkum vísitölum því það er bannað að verðtryggja laun.
- Verslunin leikur lausum hala með verðlagið rétt eins og bankarnir gera einnig með vextina.
Öll lög um verðbreytingar snúa eingöngu að láglaunafólki, en þar eru verðtryggingar á launum bannaðar, en það launafólk sem nýtur mannréttinda er langskólagengið fólk með yfir 700 þús í mánaðarlaun. Slík laun eru meira og minna verðtryggð með einstaklingsbundnum ráðningasamningum og eða starfslaunasamningum.
Það þarf sterkari rök fyrir þeirri verðlagsþróun sem á sér stað, bæði þegar verðmæti krónunnar hefur verið að aukast í langan tíma á íslenskan mælikvarða sem verður að skila sér fljótt í verðlag og engar launabreytur hafa verið að hafa áhrif mánuðum saman.
Smá eftirmáli:
Það er mjög mikilvægt fyrir alla verðlagsþróun á Íslandi og hagsmuni venjulegra launamanna, að þegar gengi krónunnar styrkist séu viðbrögð verslunar í landinu jafnfljót að svara með verðlækkun, eins og þegar gengi krónunnar lækkar að þá rýkur verðlag jafnan upp á augabragði.Slík vinnubrögð hafa miklu áþreifanlegri áhrif á alla verðbólgu í landinu heldur enn þegar kaupmenn og aðrir sem versla með innfluttar vörur byrja ævinlega að láta eiginn hag ganga fyrir hag neytenda.
Slíkir aðilar búa við frjálst verðlag, slíkt frelsi er vandmeðfarið. Neytendur geta hvenær sem er gert kröfur um virkt opinbert verðlagseftirlit vegna þess að verslunin hefur misnotað frelsi sitt í áratugi.
Nýlega hefur verið gerður fríverslunarsamningur við Kína, en slíkur samningur mun ekki lækka verðlag á Íslandi vegna þess hvernig verslunin hefur farið með frelsi sitt. Eitt er þó alveg 100% öruggt að einhverjir munu njóta hærri álagningar í % talið
- Heiðarleiki skapar heilbrigt efnahagslíf. Flóð og fjara hefur þar engin áhrif
Styrking krónu skilar sér í lægra verðlagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Athugasemdir
Almúginn veit um púkann á fjósbitanum. Hann er kallaður verðbólgu-draugur. En það má ekki kveða hann niður af því að hann viðheldur elítunni. Þess vegna á að setja plástur á verstu sárin. Þannig er hægt að mergsjúga....
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Almenningur (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 18:08
Það er verðtryggingin sjálf sem er púkinn á fjósbitanum. Verðbólgan er aðeins sárið eftir bit hennar.
Sjá hér: Verðtryggingarsnjóhengjan - bofs.blog.is
Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2013 kl. 19:52
Einmitt, í raun verið að tala um sama hlutinn. Þess vegna er almenningi gefið í skyn að vandinn sé ekki manngerður heldur draugur sem valdi almúganum búsifjum og ekkert verður við ráðið. Nema almúginn skríði í duftinu eftir kóksniffandi elítu og glæpahyski, sem nú er aftur farið að sprengja upp hlutabréfaverð með froðu. Hvar er nú hið endurreista FME með nýja forstjóranum?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 21:39
Þess vegna setti ég tengilinn á Ólaf Margeirsson....
Almenningur (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 21:42
ég vil þakka ykkur öllum fyrir innlitið. Mér sýnist ég geta tekið undir allt það sem þið segið. En ég vil ítreka það, að allt eru þetta mannanna verk og verslunin vletir sínum vaxtakostnaði á neytendur.
Slíkur er aðstöðumunurinn hjá manni í viðskiptum og manni sem starfar sem launamaður gagnvart vöxtum. Eigandi slíkrar verslunar nýtur einnig þessa hagræðis auk þess sem hann getur dregið allan tilkostnað frá skattskyldum tekjum sínum óg greiðir því skatta af nettó launum auk þess að greiða lægri skattaprósentu en launamaðurinn.
Launamaðurinn greiðir aftur á móti skatta af brúttótekjum og einnig af þeim tekjum sem hann notar til að greiða skatta með.
Kristbjörn Árnason, 9.5.2013 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.