Hann er dapur blessaður karlinn

Það er vissulega skiljanlegt.

Það er einnig staðreynd að félagar í Sjálfstæðisflokknum eru óvenju daprir eftir kosningarnar. En auðvitað vegna þess hversu léleg úrslitin voru fyrir flokkinn. Hrunstimpillinn verður aldrei tekinn af Sjálfstæðisflokknum hvernig sem menn reyna. 

 

Næst lélegustu kosningaúrslit flokksins eftir að hafa verandi í stjórnarandstöðu á mestu erfiðleika tímum sem þjóðin hefur kynnst á seinni tímum. Flokkurinn liggur klofinn eftir rétt eins og VG sem starfaði klofinn allt kjörtímabilið.

Léleg frammistaða, verður að segja.

Þetta með ESB er ekki stóra málið í þessum kosningum vegna þess að vitað er að þessi gamli valdaflokkur er flokkurinn sem leiðir þjóðina inn í ríkjasam-bandið alla leið. Hann kom þjóðinni inn í fordyrið þ.e.a.s. í EFTA og í EES, um leið og það verður þolanlegt fyrir útgerðina verður farið þarna inn.

Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að belgja út báknið enn á ný, lækka skatta á fjárfestum, fyrirtækjaeigendum og á fyrirtækjum. En hækka skatta á láglaunafólki og hækka öll þjónustugjöld enn frekar í heilbrigðisgeiranum og í skólum landsins.

Vissulega töpuðu stjórnarflokkarnir miklu fylgi og það er vissulega afar sorglegt en sorgin er þó enn meiri í flokki  Björns bónda. En gleymum ekki þeirri staðreynd að kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfnuðu Bjössa, hann var strikaður út af sviðinu og enginn stjórnmálamaður hefur fengið álíka útreið.

Pistill Björns Bjarnasonar


mbl.is „Hin eina og sanna hrunstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband