Lýgin er ævagömul tækni

  •  Hún hefur lengi verið notuð til að fleyta mönnum inn á Alþingi. Það þarf ekki að leita langt til að finna slíkar kúnstir og ómerkilegan áróður.
  • Kúnstin er  ljúga að kjósendum fyrir kosningar til að fá kosningu. 

  

  • Síðan er það kúnstin að ljúga sig frá lýginni með því koma með ódýra lýgi eins og Sigmundur Davíð reynir að gera nú. 
    .
  • Með því að reyna að segja kjósendum sínum að ástandið sé miklu verra heldur en Framsóknarflokkurinn vissi um. 

Auðvitað vissu oddvitar allra flokka á Alþingi allt um stöðu ríkissjóðs og vissu einnig um kröfur kröfuhafa bankanna og vissu einnig um sameiginlegar og þver pólitískar samþykktir um hvernig ætti að losa um svo nefnda snjóhengju. Þeir vissu líka allt um skuldir ríkissjóðs.

Kjósendur hefðu átt að vita, að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur leyndu því fyrir þjóðinni fyrir kosningar 2007, að þjóðin stæði á barmi gjaldþrots. Stjórnar-flokkarnir nú sögðu frá miklum skuldum ríkissjóðs sem þarf að greiða á næstu árum og voru ekki með loforð sem ekki var hægt að standa við.

Nægir að nefna eina mikla skuld sem varð til vegna þess að ákveðinn aðili setti íslenska seðlabankann á hliðina. Seðlabankinn var í raun gjaldþrota og það var fyrrverandi forsætisráðherra sem var seðlabankastjóri.

Rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á það, að forystumenn þessara flokka vissu allt um gjaldþrota bankakerfið í landinu fyrir þessar kosningar og vissu hver áhrifin myndu verða á almenning.

Fráfarandi ríkisstjórn hafði lækkað skatta á launafólki, þeirra skattar hafa ekki verið lægri árum saman. Mestu skattar sem launamenn hafa upplifað var undir stjórn Davíðs og Halldórs, auk þess himinhá þjónustugjöld á öllum sviðum.

Það hefur komið í ljós, að liðsmenn Sjálfstæðisflokksins eru gjörsamlega óhæfir til að stjórna efnahgsmálum og er þá sama hvort um er að ræða ríkisfjármálin eða stjórn sveitarfélaga. Þeir mæna bara á „bláu höndina“


mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lygin var óspart notuð fyrir þessar kosningar.

Það er alveg sérstakt rannsóknarefni.

Fleiri koma að málum en margir ímynda sér.

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 13:05

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

aldrei þessu vant er ég sammála þér kæri bloggvinur

Kristbjörn Árnason, 15.5.2013 kl. 13:33

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi mynd af Geir hinum brosmilda fyrir kosningarnar 2007 er gott dæmi um ábyrgðarleysi stjórnmálamanna. Margir töldu Geir nokkuð glúrinn hagfræðing sem hefði átt að sjá flestum fyrr að ekki væri allt með felldu. Hingað komu sérfræðingar og vildu vara við og betur hefði mátt taka þær til athugunar. En ekki mátti trufla braskarana og blekkinguna, hún þurfti að vera áfram eins og Pótemkin tjöld meðan rotturnar nöguðu hvert fyrirtækið og bankana að innan.

Nú er brall braskaranna að byrja að nýju. Fulltrúar braskaranna eru formenn þessara tveggja stjórnmálaflokka, spillingar og blekkinga.

Sennilega er hugmyndafræðingur Sigmundar Davíðs sjálfur Silvíó Berlúskóní enda hefur þurft að leita suður fyrir Alpafjöll eftir jafn bröttum kosningaloforðum og Sigmundar.

Við skulum minnast þess að sá hluti sem lægstar hafa ráðstöfunartekjurnar, á þennan hóp jók Sjálfstæðisflokkurinn skattálögur um 13% á árunum 1995-2007. Í blekkingarskyni montar þessi sami flokkur að hafa lækkað skattana, en á hátekjumennina auðvitað! 

Við verðum víst að þrauka næstu 4 árin við þrengri kost en áður í boði blekkingarmannanna miklu.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2013 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband