15.5.2013 | 12:25
Það var ógleymanleg stund í sjónvarpsfréttum 2009
- Þegar forsætisráðherra svía og þá verandi formaður sænska íhaldsflokksins hratt Bjarna Benediktssyn frá sér eins og hverjum öðrum óþverra, er hann reyndi að ávarpa hann. Bjarni byrjaði mál sitt á skandinavísku og las upp af blaði er ruglaðist í ríminu og hrökk í íslenskuna.
- Þetta var þegar Bjarni Benediktssn ætlaði að sýna hinni íslensku þjóð í hversu miklum metum hann og Sjálfstæðisflokkurinn væri á Norðurlöndum.
E.t.v. beitir Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir því, að embætti sérstaks saksóknara verði aflagt hið bráðasta. Þessum flokki hentar hægfarakerfið ágætlega og einnig þeim aðilum sem halda þessum flokki á floti fjárhagslega.
Það er fullkomlega eðlilegt að fráfarandi ríkisstjórn léti ekki aðila eins og AGS kúga sig í almennar íhaldsaðgerðir, samtök atvinnurekenda reyndu að ræna völdum með svonefndum Stöðugleikasáttmála .
ASÍ er eru því miður alvarlega klofin samtök og atvinnurekendur eiga þar veruleg ítök í samtímanum. Byggingageirinn vildi fá stórframkvæmdir sem hefðu gengið gegn stefnu stjórnarflokkanna og gegn hagsmunum láglaunafólks í landinu. Ekki síst gegn getu ríkissjóðs til að kosta framkvæmdir í þágu erlendra t.d. álvera.
Núverandi ríkisstjórn lét það ekki eftir sér, að varpa vandamálinu algjörlega á herðar launamanna eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert við slíkar aðstæður. Núverandi kreppa er ekki fyrsta kreppan sem íslenskr launamenn hafa upplifað. Þær hafa verið á ca. 10 ára fresti.
Bara svo rifjuð sé upp kreppan á 7. áratugnum. Enn erum við launamenn að borga lífeyrissjóðaskattinn sem ríkisstjórn Bjarna Benediktsson (eldri) lagði bara á launamenn í landinu.
Sú aðgerð er mesta lífskjaraskerðing sem íslenskir launamenn hafa þurft að bera. Raunar allar götur frá 1. janúar 1970. Nú er þessi flati skattur frá 14,5% öllum launamanna í landinu. Þetta var gert þrátt fyrir árlegar stór gengisfellingar, jafnvel árið yfir 100%.
- En sumir vinir Illuga einkum í útgerð þurfa ekki að greiða slík gjöld og sleppa raunar einnig við að greiða útsvör til sveitarfélaganna og greiða sáralítinn tekjuskatt eða 20% af nettótekjum á meðan launamenn greiða sína skatta af fullum brúttólaunum. Þ.e.a.s. greiða skatta af þeim tekjum sem fara í skattagreiðslur m.a.
- Hann er greinilega á þeirri skoðun, að fella eigi úr gildi lög Sjálfstæðisklokksins um gjaldeyrishöft með ákomnum viðbótum hið snarasta. Með tilheyrandi gegnisfellingu og lífskjaraskerðingu. Fyrir slíkri kollsteypu hafa flokksmenn Illuga talað og sérstaklega margir fjárhagslegir stuðningsaðilar flokksin.
Skynsamari en Steingrímur telur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.