16.5.2013 | 13:09
Það er gott að vandi EIRAR sé aðeins tímbundinn
Við erum ekki að hrekjast yfir í greiðslustöðvun, við tökum sjálf þá ákvörðun að biðja um greiðslustöðvun til að tryggja og staðfesta eignir og réttindi fólksins sem býr á Eir, segir stjórnarformaðurinn Jón Sigurðsson Þetta er gert þar sem Eir stendur frammi fyrir greiðsluvanda.
Þetta er auðvitað hraustlega mælt hjá formanni hjúkrunarheimilisins. En það er samt ljóst að stjórn EIRAR reyndi að því er virðist að láta búseturéttareigendur hafa 25 ára skuldabréf á móti eignum sínum fyrr á þessu ári. Sem betur fer tókst fólki að hrinda þessari árás á lögbundnar eignir fólks.
Þá er nauðsynlegt að opinberir aðilar rannsaki það til hlýtar sem gerst hefur í rekstri þessa heimilis en miklar fréttir bárust í vetur af mörgu misjöfnu er snertir reksturinn. Gera verður fólk ábyrgt fyrir gerðum sínum og hreinsa andrúmsloftið. Það yrði óbærilegt ef það á að breiða yfir einhver afglöp þarna frá fyrri tíð.
Auðvitað vonast allir til þess að rekstur hjúkrunarheimilisins verði aðskilinn frá öðru sem þarna er í gangi og að allt gangi síðan vel til framtíðar. Það er augljóst að huga verður nánar að rekstri svona stofnana.
Veitir öryggi í brennandi greiðsluvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.