17.5.2013 | 00:14
Íslenskir aftaníossar
- Það er sem nú svífi einhver sælusvími yfir íhaldsmenn á Íslandi því eru líkur á því að þjóðin gerist enn á ný aftaníossar hægri manna í Bandaríkjunum.
. - Enda hefur flokkurinn ekki brugðist því hlutverki sínu að senda fastafulltrúa á þing Repúblikanaflokksins nú sem áður.
Hér situr Davíð við fótskör meistara síns
Sem betur fer höfnuðu allir vinstri menn öllum tengslum við fasistastjórnir og flokka í austur Evrópu upp úr 1950. Nema örfáir rússadindlar í nokkur ár þar á eftir sem engir taka alvarlega.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið Ísland inn ESB (EB) í áföngum (EFTA 1970 í stjórnartíð Bjarna Benediktssonar og EES 1993 í stjórnartíð Davíðs) og ef einhver flokkur treður þjóðinni inn í það ríkjasamband þá er það sá flokkur.
En um þessar mundir hefur þótt henta flokknum að vera ámóti en ef flokknum tekst að gera samninga sem útgerðinni hugnast verður ekki langt að bíða eftir inngöngunni.
Er þetta ekki skemmtilegt?
Ekki lengur eins og dordinglar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
Athugasemdir
Landsþing Repúblíkanaflokksins er nú ekki mikið öðruvísi en að fara í sunnudagsmessu. Í beinni útsendingu. Með blöðrum og konfetti.
En það er miklu frekar á stöðum eins og þessum sem alvöru ákvarðanir eru teknar:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Bilderberg_participants#Iceland
Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2013 kl. 00:29
Nú veist þetta allt, ætli það sé eins og þegar gömlu kommarnir heimsóttu Sovétið í gamla daga?
Kristbjörn Árnason, 17.5.2013 kl. 00:33
Hef verið fulltrúi á Ríkisþingi Repúblicanaflokksins í Nevada fyrir mitt hverfi í Las Vegas, sem er svolítið öðruvísi en í mörgum öðrum Ríkisþingum,. Ástæðan er Liberterian áhrif eru einn þau mestu í Nevada en eru að dvína út því miður.
Og það er rétt á þessum þingum myndast stefna flokksins að landsvísu, alveg eins og gerist á Landsfundum stjórnmálaflokka á Íslandi.
Það var mikill lærdómur að sitja við borðið þar sem málefni BNA eru mynduð. Eins og það er kallað "in the grassroot."
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 17.5.2013 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.