Á ögurstundu

  • Skoðaði ég Urriðafoss á miðvikudaginn ekki seinna vænna eftir skemmtilega ferð um Njálu-slóðir í góðum hópi fólks. 
    .
  • Nú óttast menn að íslenskir agentar stóriðjunnar sem hafa náð að mynda ríkisstjórn með mikinn meirihluta á bak við sig. Muni rífa í tætlur nýsamþykkta Rammaáætlun.
    .
  • Ísland er land hagsmunasamtakanna
    .
  • Í mestu uppáhaldi hjá stóriðjumönnum er Urriðafoss. 



Hann er neðsti foss í Þjórsá. Fossinn steypist fram af misgengisstalli í Hreppamynduninni. Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins stendur á skilti við fossinn og er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 360 rúmmetrar á sekúndu (m³/s). Einungis Ölfusá er vatnsmeiri. Fallhæð fossins er 6 metrar þar sem hann er hæstur. Á vetrum getur myndast allt að 20 metra þykk íshrönn við fossinn, svokölluð Urriðafosshrönn.

Þetta er mikilfenglegur foss þótt ekki sé hann með mikilli fallhæð. Það er að mínu mati ekki óeðlilegt að fossinn sé virkjaður en þá þarf orka hans að nýtast íslenskum hagsmunum og þá fyrst og fremst í heimahéraði. En til stendur að flytja þessa orku út á Suðurnes í þágu erlends áliðjuvers sem er óásættanlegt með öllu.

Þessi nýja ríkisstjórn hefur m.a. boðað það, að breyta lögunum um rammaáætlun eins og við mátti búast eftir að hægri hrunflokkarnir hafa myndað stjórn og vinstri stjórn fallinn eftir mikil afrek unnin. 

Nú eiga m.ö.o. sérfræðingar hagsmunaaðila að ráða ferðinni eins og áður og kjörnir fulltrúa á alþingi að horfa á aðgerðarlausir og áhrifalausir þrátt fyrir að gengið sé á hagsmuni almennings. 

En Landsvirkjun vann sína baktjaldavinnu, hún keypti upp jarðir á krepputímum. Hún t.d. hefur gengið frá kaupum á jörðinni Skálmholtshrauni við Neðri Þjórsá fyrir smáaura. 

Kaupin sem gerð voru fyrir rúmu ári og endurspegla þá afstöðu fyrirtækisins að virkjað verði við Urriðafoss, þetta er raunar furðulegur gjörningur því á þeim tíma var tilllaga á Alþingi um að setja virkjunina í biðflokk og fyrir henni var meirihluti alþingismanna. Þetta hefur verið gjört í andstöðu við ríkisstjórnina í landinu.


mbl.is Stefna á breyttan ramma í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það var nú vinstri stjórnin sem reif rammaáætlunina í tætlur

Sigurður vill einfaldlega rífa hana upp úr drullupolli stjórnmálamanna og bera virðingu fyrir þessa gríðarlegu vinnu sem hafa verið lögð í rammaáætlunina.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2013 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband