Áhyggjur ASÍ eru eðlilegar

Á þensluskeiðinu fyrir hrun var augljóst að í landinu var mikill fjöldi ófrjálsra verka-manna sem fyrst og fremst störfuðu við byggingar- og mannvirkjagerð hverskonar. En síðan bættust við ýmiskonar óþrifaleg láglaunastörf sem íslendingar vildu helst ekki starfa við. 

 

Þetta fólk fyllti alla strætisvagna á hverjum morgni og ljóst var að fólkið hýrðist við slæman kost í einu eða tveim herbergjum og margir í hópum í fjölmörgum leiguhjöllum sem skyndilega urðu til.  

Nú eftir að nær 5 ár eru liðin frá hruni hefur smán saman verið að komast á jafnvægi í atvinnumálum í landinu þótt erfiðleikar séu enn sýnilegir í greinum þar sem varð sprenging í þenslu eins og byggingum.

Þá hefur verið að þróast sú staða á vinnumarkaði, að í landinu eru fjölmargir launamenn t.d. pólskir  sem eru mest áberandi og fólk frá öðrum löndum sem hafa fundið fjölina sína hér og ætla sér að setjast að. Þetta er harðduglegt fólk sem vinnur við hvað sem er í hvaða veðri sem er.Börn þessa fólks stendur sig almenn frábærlega í grunnskólum borgarinnar.

Því væri það arfavitlaus efnahagsaðgerð að ríkið fari opinberar bygginga-framkvæmdir í stórum stíl eins og við miklar virkjunarframkvæmdir. Það yrði til þess að hella olíu á eldinn, sem skapar falska velmegun þenslugreinanna  en aðrir greinar þar sem starfa fyrst og fremst fók sem vinnur samkvæmt umsömdum launatöxtum situr þá eftir eina ferðina enn.

Rétt eins og var fyrir hrun og það var einnig sama fólkið sem tók á sig verulegar launaskerðingar. En eru það hin öflugu hagsmunasamtök sem ráða ferðinni á ríkisstjórnarheimilinu.


mbl.is Óttast undirboð á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband