5.6.2013 | 18:23
Allir borgarfulltrúar sammála flutningi flugvallarins
Eins og frétt frá borgarstjórn. En Mbl segir, að fram hafi komið í gær að Júlíus Vífill Helgason og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar úr Sjálfstæðisflokki hafi setið hjá og ekki stutt tillögu að nýju aðalskipulagi.
Þetta þýðir samkvæmt venjulegum fundarsköpum að þeir tveir samþykki og sætti sig niðurstöðu meirihluta fundarins. Nema að þeir hafi lagt fram formlega bókun á fundinum um andstöðu sína við nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar.
Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða einkum þar sem almenn sátt hefur myndast um nýtt aðalskipulag sem styrkir mjög stöðu borgarinnar um að verja hagsmuni sína og borgarbúa í skipulagsmálum gegn þeirri andstöðu margra landsbyggðarmanna um að færa flugvöllinn.
Fagna tillögu að aðalskipulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög einfallt. Færið flugvöllinn og borgið nýjan úr eigin vasa!!! Ekki láta ykkur dreyma um að "landsbyggðarpakkið" komi til með að láta þetta átölulaust.
Sindri Karl Sigurðsson, 5.6.2013 kl. 21:09
Sæll Sindri, ég held að það standi ekkert í reykvíkingum að gera það. Það eru þegar flugbrautir úti á Suðurnesjum og þá eru væntanlega allir glaðir.
Flugvöllurinn kominn út á landsbyggðina eða hvað?
Síðan yrði settur þyrlupallur við Landsspítalann og einn þyrlupallur í hverjum landsfjórðungi fyrir sjúkraflug
Kristbjörn Árnason, 5.6.2013 kl. 21:17
Já en þið verðið að athuga það að með því eru þið að flytja þá þjónustu sem landsbyggðin notar að flugvellinum. Það er ekkert samasem merki á milli þyrlupalla og sjúkraflugs, það er ekki svo einfallt.
Sindri Karl Sigurðsson, 5.6.2013 kl. 21:36
Get alveg bætt því hér við að mér er persónulega alveg sama þó völlurinn fari á Suðurnesin en þá skal jafnframt bráðaþjónusta sjúkrahúsanna fara þangað einnig. Það er alveg sama hvernig þeim peningi er snúið það verður alltaf lengra fyrir fólk sem býr utan keyrslufæris núverandi bráðasjúkrahús(a) að leita sér hjálpar. Þ.a.l. þá geta höfuðborgarbúar alveg eins skroppið í 20 mínútur á bráðadeildina í Keflavík.
Sindri Karl Sigurðsson, 5.6.2013 kl. 21:41
það verður stjórnvalda að vinna úr þessum vanda. Það hlýtur að finnast viðunandi lausn. Allir eiga rétt á bestu mögulegu sjúkraþjónustu um það er engin spurning.
Kristbjörn Árnason, 5.6.2013 kl. 22:24
Já það er munur að geta velt vanda yfir á aðra og fengið sér vindil á eftir...
Sindri Karl Sigurðsson, 5.6.2013 kl. 22:55
Ódýrast af öllu, bæði fyrir Reykvikinga og landsbyggðina er að fara í uppfyllingar norðvestur af Selsvör í átt að Örfirisey. Ein blokk í einu, 8 hæða þar sem unga fólkið vill búa. Engin skyndiaðför að flugvellinum, heldur róleg uppbygging í vörinni, eftir eftirspurn. Af hverju fattar fólk þetta ekki?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 23:06
Þeir eru með verkið þessir menn, þeir sóttust eftir því með miklu brambolti. Fyrir lá að leysa yrði málið með flugvöll á nýjum stað.
Það er óþarfi að mistúlka borgaryfirvöld í málinu sem hafa í raun engan annan eðlilegan kost í sínum byggðarmálum en að nýta miðju borgarlandsins fyrir byggð. Þetta fólk er ekki í neinni andstöðu við landsbyggðina.
Nákvæmlega eins og það var fjarlægt hugsun manna að flugvöllurinn yrði vandamál í framtíðinni þegar honum var holað niður í Vatnsmýrina í stríðsbyrjun, á algjörlega óbyggjanlegu svæði á þeim tíma.
Verður í náinni framtíð þetta samgönguvandamál smá mál og sjúkraflutningar einnig. Fólkið í miðborginni vilja t.d. fá uppbyggingu á nýjum landspítala allt annars staðar. Við eigum svæði bæði við Elliðarárvog og í Keldnaholti fyrir sjúkrahús.
Þetta hefur reyndar ekki verið neitt skyndilegt vandamál, það hefur lengi verið í umræðunni en ríkisvaldið hefur getað halldið málinu í frosti af einhverjum ástæðum. Síðan er algjör óþarfi að hafa stóran millilandaflugvöll í Reykjavík.
Kristbjörn Árnason, 5.6.2013 kl. 23:39
Breytir ekki þeirri staðreynd að borgin segir ekki upp leigu eða afnotum af því landssvæði sem völlurinn er á án þess að baka sér skaðabótaskyldu.
Eins og ég segi, ef pólitíkin í Reykjavík vill völlin burt, þá borgar hún annan og í framhaldinu verður hún í eilífðri vörn gagnvart landsbyggðinni þegar kemur að opinberri þjónustu.
Ef menn biðja svona pent um áflog, þá mega þeir bara koma.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.6.2013 kl. 01:03
Sæll Sindri, borgin á ekki þetta land nema að takmörkuðu leiti. Það telst vera í eigu ríkisins eftir að breska heimsveldið hertók landið. Stór byggð var rudd í burtu og fólk varða að finna samanstað annarsstaðar.
M.ö.o. þarna var byggð sem fjöldi fólks í Reykjavík bjó sem varð að hörfa undan hernaðarhagsmunum breska hersins.
Ég efast um að reist verði skaðabótamál vegna breytinga á skipulagi borgarinnar og það er alls ekki er fyrirséð hvernig slíkt mál myndi fara ef það yrði gert og þá gegn hverjum.
Ég reikna t.d. ekki með að ríkið hafi nokkurntíma greitt fyrir þetta land, heldur hafa líklega verið samþykkt einhver eignarnámslög um landssvæðið.
Reykjavík hefur alltaf verið í vörn gagnvart landsbyggðinni svo þetta breytir þar engu um. Það eru í gangi áflog sem t.d. sjást á skrifum þínum Sindri minn.
Kristbjörn Árnason, 6.6.2013 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.