Kjaradeilu í Þingeyjarsýslum vísað til sáttarsemjar

 

  • Eðlileg viðbrögð Framsýnar stéttarfélags

 

Greinilegt er, að breytingar á atvinnuháttum í Þingeyjarsýslum kalla á lagfæringar á skipulagsmálum verkalýðsfélaganna á þessu svæði og raunar á skipulagi ASÍ einnig því þetta er stærra mál en svo að dugi að leysa það fyrir Þingeyjarsýslur einar.

 

Að vísa málinu til sáttarsemjara getur hugsanlega leitt til þess að málið leysist til næstu framtíðar.  Annars yrði að vísa málinu í Félagsdóm og það er örugglega eitthvað sem ASÍ getur tæpast verið ánægt með eða þau félög sem þetta mál snertir.

Vonandi leiðir þetta til þess, að skipulagsnefnd ASÍ taki málið föstum tökum er gæti falist í því að gerður verði landssamningur utan um störf við hvalaskoðun og öll tengd störf í landi.

Þessi tregða hefur auðvitað ekkert afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu að gera þó hafi vissulega áhyggjur af því að almennt séu laun fólks í þeirri grein of lág. 


mbl.is Deilu vísað til ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband