Dæmalaust bull

  • Óskahyggja Jóns leiðir hann nú í gönur eins og oft áður
  • Jón Bjarnason veit ekkert á hvaða forsendum kjósendur í forsetakosningum ákváðu hvaða frambjóðanda þeir kusu í síðustu forsetakosningum.
    .
  • Hann á ekkert með fullyrða eitt eða annað í þeim efnum. Það vill svo til að það eru mjög fáir sammála forsendum Jóns Bjarnasonar.

 


  • Ég segi bara fyrir mig að ég hef aldrei verið fylgjandi því að Ísland færi í ESB en ég kaus ekki Ólaf Ragnar. 
Það var auðvitað vegna þess að hann hafði verið þátttakandi í útrásinni á sínum tíma og hann var þeirra helsti áróðursmeistari. Spillingarbósarnir voru orðnir daglegir gestir á Bessastöðum og hann hengdi á þá sokkbönd bak og fyrir.

Ólafi Ragnari er í mínum huga alls ekki treystandi. Hann tók þátt í spillingarleiknum með fullum þunga og lét þetta lið kosta fyrir sig margar lystireisurnar. Það nægir að benda á Rannsóknarnefnd Alþingis til að fá skýringar á háttarlagi forsetans. 

Margir kusu Ólaf Ragnar vegna augnaþjónustunar í Icesave- málinu sem enn er í gangi þrátt fyrir EFTA dóminn og fyrir liggur að þjóðin er enn að greiða fyrir þetta sukk einka- Landsbankans. Jafnvel er stór hluti snjóhengjunnar vegna þess máls sem þjóðin greiir svo sannarlega.

ESB málið var nákvæmlega ekkert á dagskrá í síðustu Alþingiskosningum og núverandi stjórnarflokkar voru ekki kosnir vegna andstöðu við ESB. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn missti fjölda atkvæða vegna stefnu sinnar í ESB- málum í kosningunum. 

Það sést einnig svo greinilega á útreiðinni sem Jón Bjarnason og félagar í ,,J- listanum fengu" í kosningunum. Atkvæðin töldust í nokkur hundruðum á landsvísu. Ekkert annað framboð fékk viðlíka útreið verandi með fyrrverandi þingmenn og ráðherra í forystu framboðanna. 

Það er auðvitað Alþingis að taka ákvörðun um það, að viðræðum við ESB verði lokið eða ekki. Nú verandi ríkisstjórn verður að leggja fram frumvarp um það að hætta þessum viðræðum og það er auðvitað vandamál þessarar ríkisstjórnar. Því í þessum flokkur er ekki einhugur í málinu.


mbl.is Ekki skipuð pólitískum fulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband