12.6.2013 | 10:04
Miðstjórnarárátta Sjálfstæðisflokksins í nafni LÍÚ
- Nú skal settur yfirfrakki á RÚV
Er á öllum sviðum, bara til að rifja það upp að LÍÚ hefur haft í gegnum tíðina haft yfirstjórnlegt vald yfir allri kjarasamningagerð á Íslandi. M.ö.o. allri kjarasamningagerð er miðstýrt frá LÍÚ.
Þessum hagsmunasamtökum hefur einnig tekist að miðstýra samningagerð opinberra starfsmanna, einkum þegar hjáleiguflokkurinn er í ríkisstjórn sem er reyndar algengast á Íslandi.
- Miðstýringin nær svo sannarlega inn á Alþingi og inn í ríkisstjórnir í þessum stofnunum hafa löngum verið margir þykkir ullar yfirfrakkar
- Eins og þeir einir nota hjá samtökum atvinnurekenda og þeirra liðsmenn hafi þeir hlotið viðurkenningu.
Spurningin nú hlýtur því að vakna um ástæður þess, að RÚV má ekki vera stjórnað af öðrum en þeim sem er undir vængjum ránfuglsins.
Það vill þannig til, að RÚV hefur verið eini fjölmiðillinn á Íslandi um langan aldur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft puttana í til stýringar á t.d. fréttaflutningi og eða efnisvali Ríkisútvarpsins.
Þessi miðill hefur verið hlutlaus í fréttaflutningi og hefur flutt eins réttar fréttir og hægt er á Íslandi og það hefur LÍÚ ekki þolað og þá um leið flokkurinn í túnjaðrinum. Þetta er því miður staðreynd, að spillingaröflin hafa ekki þolað dagsbirtuna sem nær fram í fréttaflutningi RÚV.
Þessa dagana hafa fyrrverandi fréttamenn hjá 365 miðlum verið upplýsa landslýð um hvernig svonefndir eigendur þeirrar fréttaveitu hafa rekin mann og annann ef þeir hlýða ekki kröfum eigendanna um að hlífa réttum aðilum fyrir sannleikanum, fyrir réttum fréttum.
Maður hefur það óneitanlega á tilfinningunni að nú skuli miðstýra fréttaflutningi RÚV með penum hætti. En Mogginn, flokkurinn og húsbændur þessa aðila hafa um árabil kvartað undan þessum rétta fréttaflutningi.
Alþingi kjósi í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
Hver skipaði valnefndina sem valdi í Útvarpsráð
sæmundur (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 10:38
Sæll Sæmundur og takk fyrir innlitið
Vandinn er sá að ríkisútvarpið er hlutafélag að nafninu til.
Stjórn Ríkisútvarpsins skal kosin á aðalfundi. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok janúarmánaðar ár hvert. Stjórn Ríkisútvarpsins skipa sjö menn og jafnmargir til vara. Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum.
Áður en stjórn er kosin á aðalfundi skal hún tilnefnd til tveggja ára í senn:
1. Ráðherra tilnefnir einn mann sem kjörinn skal formaður og einn til vara. Stjórn skiptir með sér öðrum verkum.
2. Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins tilnefna einn mann og annan til vara á löglega boðuðum fundi og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt í stjórn Ríkisútvarpsins.
Ráðherra skipar fimm manns og jafnmarga til vara í valnefnd til tveggja ára í senn. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tilnefnir þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara, Bandalag íslenskra listamanna tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara og Samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara.
Hlutverk valnefndar er að tilnefna fimm fulltrúa í stjórn og fimm til vara sem skulu kosnir í stjórn Ríkisútvarpsins. Við tilnefningu á fulltrúum í stjórn skal valnefnd hafa hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi og að meðal stjórnarmanna sé m.a. þekking og reynsla af fjölmiðlun, menningarmálum, nýjum miðlum á hverjum tíma, rekstri og stjórnun fyrirtækja. Þá skal gæta að jafnrétti kynjanna í tilnefningum valnefndar.
Þetta er tilraun til að koma til móts við þá kröfu að framkvæmdavaldið komi sem minnst að stjórn RÚV og eða stjórnmálaöfl. Þetta eru reyndar nýjar reglur sem ekki er farið að reyna á í raun.
En ég geri miklar athugasemdir við að hagsmunasamtök eins og Bandalag listamanna eigi að eiga mann í þessari stjórn ásamt einhverri ráðdeild frá háskólaumhverfinu. Hefði kosið að allsherjanefnd hefði með þetta hlutverk að gera algjörlega + ráðherra tilnefninguna. Þá er málið í höndum Alþingis í raun og veru.
En gamla lagið eykur á miðstýringar valdið
kveðja
Kristbjörn Árnason, 12.6.2013 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.