Ríkisstjórnin virðist ekki treysta sér til að fella veiðigjaldið niður

  • Það er gott því almenningur krefst veiðigjalda og reyndar miklu meiri gjalda en Steingrímur J Sigfússon lagði til.

Enda gerir almenningur kröfu um að útgerðin greiði fyrir fiskinn í sjónum og það á ekki að vera í formi skatta heldur beinar greiðslur.  En það er auðvitað áhyggjuefnið að ríkisstjórnin lækki þessi gjöld og geri þau að skattagreiðslum.

 

Það yrði ótrúlegt að almenningur sætti sig við það, að sköttum verði meira og minna aflétt af fyrirtækjunum og eigendum þeirra ásamt því aðlækka veiðgjaldið verulega. Er kostaði aukinn kostnað hjá almenningi í formi skatta- og eða aukinna þjónustugjalda ásamt þjónustuskerðingar til viðbótar við það sem hrunið framkallaði. 

Auðvitað getur verið eðlilegt að finna einhverja leið sem væri þá málamiðlun og almenningur sættir sig við rétt eins og sjómannastéttin. Það má ekki verða skattur, því skattur hefur áhrif á launakjör sjómanna.


mbl.is Veiðigjaldið rætt í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband