12.6.2013 | 19:09
Árinni kennir illur ræðari,
- Nú halda þeir blaðamannafund í danskasta húsinu í Reykjavík.
. - Þeir kynna algjör kosningasvik
Allar þær staðreyndir sem þessir ágætu drengir draga nú fram um stöðu ríkissjóðs voru kunnar fyrir kosningar. Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu frá vandanum og vöruðu við stórfelldum kosningaloforðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Þ.e.a.s. þeir vöruðu við þessum skuldum og ekkert var dregið undan í þeim efnum. Það var vegna þessa vanda sem kosningaloforð þáverandi stjórnarflokka voru svona rýr.
En það voru þessir tveir pabbadrengir kusu að láta sem enginn efnhagsvandi væri framundan og lofuðu gulli og grænum skógum. Allir vissu að loforð þessara flokka var hreinn loddaraskapur en margir vonuðu að þeir væru að segja satt.
Staðreyndin talar sínu máli á Alþingi. Þessir drengir hafa engar lausnir efnhagsmálum. Formaður fjálaganefndar er strax kominn í vonlausa vörn á fyrstu starfsviku Alþingis.
Jafnvel kjósa þessir stuttbuxnadrengir að sleppa því að ræða um þann gríðarlega vanda sem láglaunafólk stendur frammi fyrir. Það er barnafólkið fólkið sem er starfandi fullann vinnudag og er með börn í ofanílag og njóta launa sem eru við fátækramörk. Fólk sem ekki geta fengið lán til að kaupa sér íbúð.
Hjá þessu fólki er vandinn mestur allra á Íslandi og stjórnarflokkarnir hafa enn ekki haft áhuga á sinna vanda þess fólks.
- Það er staðreynd, að millistéttin náði allri athyglu stjórnmálaflokkanna allt síðasta kjörtímabil og nú fyrir kosningarnar. Láglaunafólkið gleymdist gjörsamlega.
Staða ríkissjóðs verri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Athugasemdir
Hver kom með þá tölu að rekstráætlun fyrir næsta ár yrði jákvæð um 18 milljarða?
Steingrímur J. eða?
Hitt er svo annað mál, að þetta er alltaf sama lumman eftir hverjar kosningar og við kunnum þetta utanbókar.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 19:28
Sýnir bara hvað fyrri stjórn var gjörsamlega vonlaus - þar sem meirihlutanum fannst þetta betri kostur.
Grímur (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 19:36
Ég kannast ekki við þessa tölu, löngu fyrir kosningar var rætt um a.m.k. 30 milljarða hjá Íbúðalánasjóði og rætt að sú upphæð ætti líklega eftir að hækka verulega. Lánasjóðurinn einhverjir 4 milljarðar.
Síðan ræddu vinstri flokkarnir um snjóhengjuna og þorði ekki að leggja fram einhverja patentlausn eins og Framsókn gerði. Þá var stóra skuld ríkisbankans upp á 300 milljarða sem augljóslega kæmi á ábyrgð.
Lífeyrissjóða skuldir ríkisins frá ríkisstjórnarárum Davíðs um 350 milljarðar.
Þetta eru svo margir liðir að ég man þá ekki alla. Félagslega húsnæðiskerfið var rústað 1998 að mig minnir og millistéttin gaf ekki næði til að sinna þeim mikilvæga málaflokki.
Ég reikna með að þessi ríkisstjórn ætli sér að nota það mál í einhverri skiptimynt í viðræðum við ASÍ.
Þessi ríkisstjórn mun ekki virða samningsrétt opinberra starfsmann frekar en fyrri ríkisstjórnir þessara flokka. Þar eru launamál í svipuðu ástandi og á sjúkrahúsunum og laun svipuð og þau voru fyrir hrun.
Þessir flokkar líta svo á, að það séu samtök atvinnurekenda og ASÍ sem eigi að leggja línurnar í kjaramálum og að gera kjarasamninga en aðrir að þiggja það sem þessir aðilar skammta.
Kristbjörn Árnason, 12.6.2013 kl. 19:45
Þessu er ég ósammála þér um Grímur þótt þú hafir látið glepjast. En það ætti að vera öllum ljóst að ein ríkisstjórn er ekki einráð á Íslandi.
Vinstri flokkarnir hafa ekki lengur þetta jarðsamband sem nauðsynlegt inni í verkalýðshreyfingunni eins og gömlu flokkarnir höfðu.
Sjálfstæðisflokkurinn og samtök atvinnurekenda eru ein samtök. Þar eru Sjálfstæðismenn í hverju plássi þau ráða einnig lífeyrissjóðunum.
Nú þegar er viðeigandi að segja: Guð blessi Ísland.
Kristbjörn Árnason, 12.6.2013 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.