12.6.2013 | 20:43
Hann narraði fólk til kjósa Framsóknaflokkinn með loddaraskap
- Fólk glaptist til að trúa þessum dreng og hélt að hann byggi yfir göldrum. Það vildi auðvitað trúa því.
. - Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstlélegustu kosningu fyrr og síðar.
. - Heilbrigt og velmenntað fólk er forsenta velmegunar. Fyrirtækin eiga að vera þjónar fólksins en ekki öfugt eins venja hefur verið á Íslandi
Báðir með 100 þúsund krónu bindi
Íslendingar eru ekki vanir því að fólk komi fram með ódýrar lygar og narri fólk viljandi. Síðan halda þessir pabbadrengir að þeir geti platað fólk aftur og nýbúnir. Það bara gengur ekki.
Á meðan þeir spókuðu sig í bænum og síðann á blaðamannafundi stóð formaður fjarlaganefndar hin virta Vigdís Hauksdóttir í ströngu í vonlausri vörn fyrir getuleysi og svik ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Þar upplýstist sannleikurinn formlega.
Ríkisstjórnin kemur ekki fram með neinar tillögur að lausnum í efnhagsmálum. Heldur engar lausnir um það hvernig þeir ætla að standa við stóru loforðin. Allt tómt plat.
Nú þykjast þeir vera einu mennirnir á Íslandi sem ekki vissu um þann mikla vanda sem fyrri stjórnarflokkar voru búnir að útskýra fyrir kjósendum að þjóðin stæði frammi fyrir.
Nú boða þeir enn frekari niðurskurð til að reka velferðarkerfið vegna þess, að þessir flokkar ætla sér að lækka skatta á fyrirtækjum og eigendum þeirra, þeir ætla að lækka skatta á hálaunafólki og einnig á fjármagnseigendum og eða fjárfestum.
Þeir ætla að stórhækka frítekjumarkið svo stóreignafólkið sem aldrei hefur greitt skatta og eða í lífeyrissjóði fái greiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins.
Þessi kumpánar vissu allt um veika stöðu ríkissjóðs og það trúir þeim enginn nú.
Velferð á lánum reist á sandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Facebook
Athugasemdir
ég eyddi út athugasemd nú í tengslum við þennan pistil. Þessi aðili heitir Jóhann og er þekktur fyrir persónulega ósvífni í athugasemdum og færslum. Þessi síða er nú lokuð fyrir þessum aðila.
Kristbjörn Árnason, 12.6.2013 kl. 22:00
að mestu sammála. ódýrar lygar virka þó oft á okkur því miður
Rafn Guðmundsson, 12.6.2013 kl. 22:19
Sumir skrifa kostulegar athugasemdir, bæði ómálefnalegar og heimskulegar. Þeir verða að eiga fáfræði sína fyrir sig en sagt er að heimsuna verði ekki unnt að lækna þó ýmislegt annað geti læknar komið aftur í gott lag.
Hef ekki eytt þessum fáranlegu athugasemdum en gott að vita af möguleikanum.
Varðandi þetta málefni þá tel eg vera athugandi hvort eldri borgaranir hafi verið blekktir með óljósum samningum. Ljóst er að margir afhentu ævisparnað sinn í því trausti að þeir væru að tryggja sinn hag. Nutu þeir jafnræðis gagnvart viðsemjendum sínum? Veitti Félag eldri borgara skjólstæðingum sínum lögfræðilega ráðgjöf?
Mikil líkindi eru til að þeir sem fóru með stjórn Eirar hafi sýnt af sér ámælisverða framkomu gagnvart viðsemjendum sínum. Spurning hvort unnt sé að tryggja hag þeirra á einhvern raunhæfan hátt?
Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn ber að bæta úr þessu klúðri. Á forystusveit hans beinist hvernig oddvitar hans gátu komið svona fram við gamla fólkið!
Guðjón Sigþór Jensson, 12.6.2013 kl. 23:06
Er það þessi Jóhann sem þú lokaðir á?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 13.6.2013 kl. 00:50
"fólk" fékk nákvæmlega það sem það á skilið.
Hörður Þórðarson, 13.6.2013 kl. 04:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.