15.6.2013 | 21:19
Hörmulegt, hvað skyldi Brynjar alþingismaður segja um þetta.
Einu sinni var þetta svona á Íslandi
Við vorum bara svo heppinn á Íslandi að hér hafa ekki verið námur með svona hættulegu efni og svona eftirsóttu. En þetta er auðvitað hræðilegt.
En þetta með skólanna er jafn skelfilegt, á þennan hátt er í raun komið í veg fyrir að þetta fólk fái nauðsynlega menntun, þekkingu og yfirsýn á stöðu sína til að geta barist gegn þessari kúgun.
En við sem eigum Nokía síma viðhöldum þessu ástandi m.a. en það finnska fyrirtæki er einn aðalviðskiptavinur þessara þrælahaldara
Það er reyndar enn staðreynd á Íslandi að eldri deildum í grunnskólum er lokað svo nemendur geti farið í loðnuvinnslu þegar loðnan kemur á heimamiðin. Unglingsstrákar eru sendir upp mjölstæðurnar til að húkka af, verk sem stranglega bannað að þeir geri. Margt má týna til spyrjið Vísismanninn á Alþingi
Ekki er langt síðan að skipulag skólanna var haft eftir þörfum landbúnaðarins og í einstaka tilfellum tíðkast það enn. Því miður.
Það er reyndar daglegir atburðir á Íslandi að vinnuverndarlög eru brotin á ungmennum og öllum virðist það vera í góðu lagi.
En á Íslandi tíðkast það, að börn eru send í heimahús til að betla. Getur það verið eðlilegt?
Kongósk börn úr skólunum í námurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.